Vegagerðin keypti rannsóknagögn Greiðrar leiðar
Fréttablaðið greinir frá því í frétt á bls. 4 í dag dag að Vegagerðin hafi í árslok 2009 keypt rannsóknargögn Greiðrar leiðar hf. vegna ganga undir Vaðlaheiði á 100 milljónir króna. Í bókhaldi Greiðrar leiðar voru gögnin metin á 60,2 milljónir kr. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir í fréttinni að kaupverðið renni inn í Vaðlaheiðargöng hf. sem hluti hlutafjár Vegagerðinnar í félaginu.
Pétur Þór Jónasson framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum og fulltrúi Greiðrar leiðar í stjórn Vaðlaheiðarganga, segir við Fréttablaðið að mismunur söluverðsins til Vegagerðarinnar og bókfærðs verðs rannsóknagagnanna vera uppsafnaðar verðbætur sem samkomulag varð um að greiddar yrðu ofan á kostnaðinn. Aðeins sé um verðbætur að ræða. Engir vextir hafi verið reiknaðir ofan á útlagðan kostnað Greiðrar leiðar.