Vegatollar geta valdið verulegri röskun á höfuðborgarsvæðinu
Fyrirhuguðum vegatollum er ætlað að þvinga bíleigendur til að draga úr ferðum á annatímum milli staða á höfuðborgarsvæðinu. Ferðavenjur eiga að breytast, fólki er ætlað að fresta eða sleppa því að fara ákveðnar leiðir á tilteknum tímum.
Ekkert virðist hugsað út í afleiðingarnar. Fyrirséð er að röskun verði á verslun og viðskiptum þegar fólk fer að veigra sér við ferðum.
Hætt er við að samskipti við vini og vandamenn dragist saman. Viðbúið er að íbúðaverð á sumum svæðum hækki vegna þess hvað þau eru hagstæð með tilliti til vegatolla, meðan íbúðaverð á öðrum lækkar.