,,FÍB með frábæra síðu, www.vegbot.is“

Miklar umhleypingar voru í veðri á höfuðborgarsvæðinu um helgina og þá jókst hættan á því að holur mynduðust í bundnu slitlagi, malbiki og klæðningu. Holur hafa nú þegar verið að koma fram á götum höfuðborgarsvæðisins frá því um helgina.

Fjölmargar tilkynningar og aðstoðarbeiðnir bárust vegna bifreiða sem höfðu tjónast eftir að hafa verið ekið ofan í holur. Um var að ræða holur í íbúðahverfi, aðrar í hringtorgum og nokkrar holur á stofnbrautum, flestar í austurborginni

Veghaldarar, Vegagerðin og Reykjavíkurborg brugðust við og fylltu upp í brot­hol­ur með köldu viðgerðarmal­biki. Fyllt var í þær hol­ur sem vart var við í borg­ar­land­inu, eða um ábend­ing­ar þar um. Það er gert að vísu allt árið, þótt vet­ur­inn, sér­stak­lega síðla vetr­ar þegar snjóa leys­ir, sé aðal­tím­inn í þessu verk­efni.

Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri í umferðardeild lögreglunnar, sem var í viðtali í morunútvarpi Rásar 2 sagði að á þriðja tug tilkynninga hefðu borist lögreglunni um tjón á bifreiðum um helgina. Engin tilkynning hefði hins vegar borist inn á borð þeirra í gær sem eru góðar fréttir. Árni sagði að veghaldara á borð við Vegagerðina og sveitarfélög, sem bera ábyrgð á vegum samkvæmt vegalögum, virðast hafa brugðist skjótt við og ráðist í lagfæringar.

,,FÍB með frábæra síðu, www.vegbot.is

,,Ökumenn hafa nokkra möguleika til að tilkynna um holur sem myndast hafa í malbiki eins og lögregluna til að mynda. Eins er hægt að hafa samband við Vegagerðina og sveitafélög. Inn á vefsíðum þessara aðila er hægt að koma ábendingum áleiðis. FÍB er með frábæra síðu, www.vegabot.is, þar sem hægt er að tilkynna um holur og ábendingum komið síðan áfram til réttra aðila. Það er samt okkar reynsla að þeir sem bera ábyrgð á veghaldi bregðast tiltölulega fljótt við. Við verðum að hafa í huga að það er þessi árstími þar sem er að skiptast á frost og hiti þá getur þetta ástand myndast í vegakerfinu,“ sagði Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri í umferðardeild lögreglunnar.

Ökumönum er enn og aftur bent á tilkynningasíðuna www.vegbot.is þar sem hægt er að tilkynna tjón, skrá holu og skemmdir í vegi. Sé það gert með snjalltæki á staðnum fylgir staðsetning tilkynningunni. Forritið veit á hverra forræði allar götur og vegir á landinu eru og fer hver tilkynning til rétts veghaldara.Fjölmargar tilkynningar hafa nú síðustu daga borist gegnum síðuna sem áfram sendast svo á viðkomandi veghaldara sem ætti að geta brugðist við með skömmum fyrirvara.