Vegtollar meingölluð innheimtuaðferð
„Það er ekkert launungamál að við teljum vegtolla vera meingallaða innheimtuaðferð og við rökstyðjum það með þessum liðum,“ segir Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Þetta kemur fram í viðtali við Runólf á mbl.is um viðbótarumsögn félagsins við samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar.
Runólfur segir að þarna sé verið að koma með hugmyndir um innheimtuaðferðir sem fyrir lítið samfélag eru bara allt of dýrar og útheimta allt of mikla fjármuni,“ segir Runólfur og vísar til alþjóðlegrar KPMG-skýrslu þar sem talið er að innheimtukostnaður sé að lágmarki 15%.
„Þarna erum við að tala um margra milljóna samfélög og meðaltalið er einhvers staðar um 25 til 30%. Það er bara innheimtuhlutfall, ofan á vegtollinn leggst síðan 11% virðisaukaskattur. Þetta eru bara stóraukin útgjöld sem beinast fyrst og fremst að ákveðnum hluta landsins þar sem flestir búa, það skapar ákveðinn ójöfnuð,“ útskýrir framkvæmdastjórinn.
Umfjöllunina um málið má lesa nánar hér á mbl.is