Vel heppnað málþing um umferðaröryggi
Dagana 8. – 9. nóvember stóð Ungmennaráð Grindavíkur fyrir málþingi um umferðaröryggi en þingið bar heitið: „Umferðaröryggi - Okkar mál!“ Fulltrúum ungmennaráða á Suðurlandi og Suðurnesjum var boðið á þingið, sem og fulltrúum sveitarfélaga, þingmönnum, ráðherrum og fulltrúum þeirra stofnana/félaga sem hafa með umferðarmál að gera .
Ungmennaráð sótti myndarlegan styrk frá Erasmus+ til að halda þetta þing Ungmennaráð Grindavíkur valdi sér þetta málefni enda umferðaröryggi mikið hagsmunamál fyrir alla aldurshópa og ekki síst fyrir unga fólkið á Suðurnesjum.
Á fyrri degi málþingsins var fundur ungs fólks og ráðmanna þar sem niðurstöðum hópa var safnað saman. Seinni daginn komu fyrirlesara frá FÍB, Vegagerðinni og Umferðarstofu. Horft var gagnrýnum augum á Samgönguáætlun og mögulegar sviðsmyndir framtíðarinnar þegar kemur að ökutækjum og umferðaröryggi.