Veltan hjá Volvo jókst um 5,7% í febrúar
Volvo verksmiðjurnar greindu frá því i vikunni að velta fyrirtækisins hefði aukist um 5,7% í febrúar miðað við sama mánuð á síðasta ári. Vöxturinn var töluverður í Evrópu og Asíu í febrúar en á sama tíma féll hann í Bandaríkjunum.
Heildarsala á Volvo bifreiðum nam 36.515 samanborið við 34.552 bíla í sama mánuði 2016. Salan jókst um 5,1% í Evrópu en um 19,4% í Asíu. Á hinn bóginn féll salan saman um 11,6% í Bandaríkjunum.
Á bílasýningunni sem hefst í Genf í Sviss á fimmtudag kynnir Volvo XC 60 sem á eflaust eftir að vekja mikla athygli. Öryggi bílsins er framúrskarandi hvert sem litið er og eru stjórnendur Volvo bjartsýnir að þessi lúxusbíll eigi eftir að slá í gegn og seljast vel. Þess má geta að bíllinn verður frumsýndur á Íslandi í haust.