Verð og öryggi bíla skipta kaupendur mestu

The image “http://www.fib.is/myndir/Euroncap.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Verð og notagildi bíla og öryggi þeirra eru þeir þættir sem skipta bílakaupendur mestu þegar heimilisbíllinn er endurnýjaður. Þetta er meginniðurstaða könnunar sem Euro NCAP lét gera í sumar í því skyni að mæla trú almennings á þeim upplýsingum um öryggi bíla sem EuroNCAP aflar og miðlar, með m.a. árekstrarprófunum sínum og hvort öryggi bíla og upplýsingar frá Euro NCAP ráði einhverju um það hverskonar bílum fólk festir kaup á. Það var fyrirtækið Market & Opinion Research International (MORI) sem vann könnunina og leitaði fanga um alla Evrópu
Megináhrifaþættir
Megináhrifaþáttur að baki ákvörðun fólks um bílakaup er verðið og notagildi bílsins miðað við þarfir. Þannig er það ljóst að hjón með þrjú lítil börn eru harla ólíkleg til þess að festa kaup á tveggja sæta sportbíl sem megin heimilisbíl. Svarendur voru þessvegna sérstaklega beðnir að tilgreina þau atriði sem úrslitum réðu um það hvaða bíll var keyptur eftir að búið var að ákveða hvaða gerð af bíl uppfyllti þarfirnar best. Niðurstöðurnar sýna ótvírætt að þá vegur öryggið þyngst en í öðru sæti var rekstraröryggi (lág bilanatíðni). Þýskir og breskir bílakaupendur voru þeir einu sem settu rekstraröryggið framar örygginu.
Þeir þættir sem næst á eftir öryggi og rekstrarörygginu komu reyndust vera aksturseiginleikar/stöðugleiki og þar næst reksturskostnaður. Mun neðar á mikilvægislistanum koma svo þættir eins og hvort bíllinn er eðal- eða gæðavagn (eins og t.d. Jaguar eða Rolls), að hann sé sérstaklega flottur á að líta, hvort í honum sé loftkæling, fullkomin hljómflutningstæki eða gervihnattaleiðsögutæki. Niðurstöður rannsóknirnar sýni þó að fallegt útlit bíls skipti meira máli í nýju Evrópusambandslöndunum (Tékklandi 79% og Póllandi 77%) en í hinum löndunum því að 66% allra þáttakenda svöruðu því játandi að útlit bíls skipti máli.
Öryggisþættir sem áhrif hafa
Það hefur verið viðtekin skoðun að bílakaupendur hafi engan áhuga á öryggi gangandi vegfarenda. En þegar svarendur voru spurðir um hvaða öryggisþættir bíla það væru sem hefðu áhrif á valið nefndu 61% öryggi barnanna í bílnum en 56% nefndu öryggi gangandi vegfarenda.
Eins og vænta mátti sögðu 83% svarenda að öryggi ökumanns og framsætisfarþega væri mjög mikilvægur þáttur. Öryggi og vernd aftursætisfarþega nefndu 71% og öryggi og vernd barna nefndu 70% sem mjög mikilvægt atriði.
Hvaðan koma upplýsingarnar?
Í heildina sögðust 47% svarenda leita upplýsinga um öryggi bíla áður en fest eru kaup á nýjum bíl. Þjóðverjar reyndust duglegastir að þessu leyti því 70% þeirra kváðust leita slíkra upplýsinga áður en bíll er keyptur. Þessi áhugi Þjóðverja reyndist hafa talsverð áhrif á heildar-meðaltalið því að mun færri Tékkar (44%), Pólverjar og Bretar (42%) sögðust gera það.
57% svarenda í heild sem keyptu sér bíl sögðust hafa leitað sér upplýsinga um öryggi bíla áður og 56% sögðu að upplýsingarnar sem þeir öfluðu hefðu haft áhrif á hvaða bíll var keyptur.  En hvaðan fékk fólk upplýsingarnar? Úr bílatímaritum (20%), Frá vinum og kunningjum (19%) og úr dagblöðum og sjónvarpi (17%). Í Þýskalalandi komu upplýsingarnar úr bílatímaritum (39%), úr dagblöðum og sjónvavarpi (37%) Þannig virtust Þjóðverjar fylgjast meir með fjölmiðlaumfjöllun um bíla en aðrir Evrópubúar.
Einungis 2% nefndu Euro NCAP sem þá upplýsingalind sem þeir hefðu sótt í. En það virðist sem margir þeir sem þegar höfðu ákveðið að fá sér bíl leituðu upplýsinga frá EuroNCAP, annaðhvort úr öðrum miðlum eða þá beint frá EuroNCAP. Af þeim sem leituðu upplýsinga frá EuroNCAP reyndust 76% hafa keypt nýjan bíl í kjölfarið. 34% allra svarenda  sögðust myndu leita sér upplýsinga frá EuroNCAP næst þegar bílakaup stæðu fyrir dyrum.
Hver velur og hver kaupir bílinn?
Af þeim sem spurðir voru kváðust 50% bæði velja og kaupa heimilisbílinn upp á eigið eindæmi. 20% kváðust hafa áhrif á hvaða bíll væri keyptur, 13% sögðust hafa áhrif á valið sem ökumenn og 7% sem farþegar. 10% svarenda kváðust engin áhrif hafa á valið á bílnum eða kváðust ekki vita það.
Kynjamunur?
Karlar og konur reyndust hafa jafn mikinn áhuga á öryggi bíla. Karlarnir höfðu heldur meiri áhuga en konurnar á rekstraröryggi bílsins, á aksturseiginleikum hans og stöðugleika en konurnar. Karlarnir reyndust hafa meir um það að segja hvaða bíll var valinn og síðan keyptur eða 68% á móti 34% kvenna.
Fleiri karlar en konur reyndust leggja áherslu á öryggi ökumanns og framsætisfarþega eða 85% á móti 82% kvenna. Konur reyndust leggja lítilsháttar meir en karlar upp úr öryggi barnanna í bílnum eða 72% á móti 68% karla. Konur reyndust einnig leggja meir upp úr öryggi gangandi vegfarenda. 63% kvenna lögðu mikið upp úr öryggi gangandi barna sem kunna að verða fyrir bílnum á móti 59% karla. 58% kvenna sögðu vernd fullorðinna gangandi vegfarenda mjög mikilvægt á móti 54% karla. Ofannefndur mismunur á viðhorfum kynjanna er smávægilegur og ef til vill minni en búast hefði mátt við.
Munur eftir aldri
Áhugi á öryggi bíla virtist minnka lítillega með aldri. 82% fólks yfir 75 ára taldi öryggið mjög mikilvægt en 92% fólks  á aldrinum 65 til 74 ára.  Heildarniðurstaðan hvað þetta varðar reyndist vera 94%. Miðaldra fólk (45- 54 ára) var uppteknara af öryggi ökumanns og framsætisfarþega en aðrir aldurshópar. (86% á móti 83%). Aldurshópurinn  35-45 ára var hins vegar áhugasamari en aðrir aldurshópar um öryggi aftursætisfarþega. (78% á móti 71%). Aldurshópurinn 55-64 ára var áhugasamari um öryggi fótgangenda en aðrir aldurshópar. (60% á móti 56%).
Munur eftir tekjum
Hátekjufólk lagði meira upp úr öryggi bíla (96%) og áreiðanleika þeirra (97%)  en miðlungs- og lágtekjufólk (89% og 88%). Hátekjufólkið lagði einnig meir upp úr öryggi ökumanns og framsætisfarþega (91%), en hinir (73%). Umtalsverður munur var á viðhorfum þessara hópa til öryggis barnanna í bílnum. 74% hátekjufólksins taldi þau mjög mikilvæg en 56% lágtekjufólksins. Sömuleiðis vavr munur á viðhorfuunum til öryggis fótgangandi barna og fullorðinna. 67% hátekjufólksins taldi öryggi fótgangandi barna mjög mmikilvægt á móti 43% lágtekjufólks. 60% hátekjufólks taldi öryggi fullorðinna fótgangandi mikilvægt 40% lágtekjufólks
Framkvæmd könnunarinnar
Könnunin var gerð á tímabilinu júlí-september 2005 í sjö Evrópuríkjum.  Frakkland, Þýskaland, Bretland og Ítalía voru valin vegna þess að þau eru stærstu bílamarkaðssvæð innan Evrópusambandsins. Portúgal var valið sem dæmigert Mið-Evrópuland og Tékklandi og Pólland sem ný ríki innan Evrópusambandsins. Engir 17-18  ára ökumenn (með fyrsta árs ökuskírteini) voru hafði með í könnuninni. Samtals voru 1000 manns spurðir, ýmist augliti til auglitis eða í gegn um síma.