Verðlagning á bensíni stefnir í methæðir

,,Verlagning á bensíni stefnir í methæðir en aðrar eins upphæðir hafa ekki sést á landinu í áratug. Við erum að skríða inn í tímabil sem er að nálgast þessi metár 2011 og 2012. Þetta eru miklar hækkanir sem að koma illa við neytendur. Því miður höfum við sem eyja út í Norður-Atlantshafi kannski lítil áhrif því hérna erum við að sjá sömu þróun og um alla veröld,“ sagði Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda meðal annars í samtali við mbl.is.

Hæsta bens­ín­verð á Íslandi nem­ur nú 274,80 krón­um á lítr­ann hjá Olís Hraun­eyj­um. Er það um það bil 60 krón­um hærra en lægsta verð síðasta árs hjá sama fyr­ir­tæki. Þá hef­ur bens­ín verð Costco, sem býður upp á lægsta verðið á land­inu, hækkað um 40 krón­ur á lítr­ann frá lægsta verði síðasta árs, eða úr 178,90 í 218,9. Mun­ar því næst­um 100 krón­um á lægsta og hæsta verði milli ára.

Að sögn Run­ólfs er ekk­ert í kort­un­um sem vís­ar til að þessi verðþróun sé að snúa við á næstu dög­um enda sé markaður­inn á Íslandi háður heims­markaðsverðinu sem hef­ur verið á upp­leið í kjöl­far auk­inna ferðalaga.

Viðtalið við Runólf á mbl.is  má nálgast hér.

Þá er til umfjöllunar sama mál á visir.is