Verðlagning á bensíni stefnir í methæðir
,,Verlagning á bensíni stefnir í methæðir en aðrar eins upphæðir hafa ekki sést á landinu í áratug. Við erum að skríða inn í tímabil sem er að nálgast þessi metár 2011 og 2012. Þetta eru miklar hækkanir sem að koma illa við neytendur. Því miður höfum við sem eyja út í Norður-Atlantshafi kannski lítil áhrif því hérna erum við að sjá sömu þróun og um alla veröld,“ sagði Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda meðal annars í samtali við mbl.is.
Hæsta bensínverð á Íslandi nemur nú 274,80 krónum á lítrann hjá Olís Hrauneyjum. Er það um það bil 60 krónum hærra en lægsta verð síðasta árs hjá sama fyrirtæki. Þá hefur bensín verð Costco, sem býður upp á lægsta verðið á landinu, hækkað um 40 krónur á lítrann frá lægsta verði síðasta árs, eða úr 178,90 í 218,9. Munar því næstum 100 krónum á lægsta og hæsta verði milli ára.
Að sögn Runólfs er ekkert í kortunum sem vísar til að þessi verðþróun sé að snúa við á næstu dögum enda sé markaðurinn á Íslandi háður heimsmarkaðsverðinu sem hefur verið á uppleið í kjölfar aukinna ferðalaga.
Viðtalið við Runólf á mbl.is má nálgast hér.
Þá er til umfjöllunar sama mál á visir.is