Verðskrá Isavia á langtímastæðum hækkað um allt að 300% frá 2015
Sé leigurverð á langtímabílastæði við Keflavíkurflugvöll sett í samhengi við leiguverð á fasteignamarkaði er leiguverð við flugvöllinn hærra en meðalleiguverð á þriggja herbergja íbúð í miðbænum í Reykjavíl. Þetta kemur fram í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu. Þar kemur ennfremur fram að hækkanir á verðskrá á langtímabílastæðum hjá Isavia hafa verið allt að 300% frá árinu 2015.
Hver sólarhringur á langtímastæði kostar 1.750 krónur á viku á flugvellinum. Aðra viku kostar dagurinn 1.350 krónur 1.200 krónur á þriðju vikuna. Ef langtímastæði er nýtt í 30 daga er kostnaður því samfara 40.900 krónur ef miðað er út frá 1.363 króna meðalverði á sólarhring.
Í fyrirspurn blaðsins til Isavia kemur fram í svari að hvert bílastæði er 11,5 fermetrar og fermetraverðið því rúmar 3.550 krónur á tímabilinu. Til samanburðar var meðalleiguverð á hvern fermetra í þriggja herbergja íbúð í miðbæ Reykjavíkur 3.291 krónur í sumar sem leið. Fram kemur í umfjölluninni að Isavia vildi ekki gefa upp tekjur og hagnað af rekstri bílastæðanna undanfarin ár þegar eftir því var leitað.
Í umfjölluninni kemur fram að árið 2015 kostaði fyrsta vika á langtímastæði 950 krónur en kostar í dag 1.750 krónur. Hins vegar árið 2015 kostaði þriðja vikan 400 krónur en í dag 1.200 krónur og þar um að ræða hækkun upp á 300%.