Verðskrá sem tekur mið af breyttri hleðsluhegðun rafbílaeigenda

Orka náttúrunnar hefur gefið út nýja verðskrá sem tekur mið af breyttri hleðsluhegðun íslenskra rafbílaeigenda og aukinni afkastagetu hleðslustöðva. Fram kemur í tilkynningu að til þessa hefur verðskráin verið óhagstæðari fyrir eldri bíla sem þurft hafa lengri tíma til að hlaða en meðal breytinga er að nú er ekkert mínútugjald tekið í hraðhleðslum ON og aðeins greitt fyrir kWst.

Síðar á árinu  verður sett tafagjald á bíla sem eru enn tengdir við hraðhleðslustöð eftir að hleðslu er lokið. Áfram verður innheimt lágt tímagjald á 22kW hleðslum, eða 0,5 kr/mín.

20% afsláttur af hraðhleðslum og 10% af heimilisrafmagni

Þær breytingar á verðskránni sem tóku gildi 1. janúar 2021 eru að rafbílaeigendur með virkan ON-lykil fá 20% afslátt af hraðhleðslum og 10% afslátt af notkun heimilisrafmagns. Kröfurnar eru þá eingöngu þær að vera rafbílaheimili, þ.e. heimili í viðskiptum við ON ásamt því að vera með rafbíll og virkan ON-lykil. Ávinningurinn getur verið töluverður fyrir þau heimili sem nýta sér þessi sérkjör eða á milli 8-10 þúsund kr. á ári sé miðað við meðalnotkun.

 

Rafbílaheimili(50kWstöð

kW/h

Verð

Samtals

Afsláttur

Afsláttur kr.

Meðalnotkun heimilis

4000

8,1

32.400

10%

3.230

Meðalnotkun rafbíls í heimahleðslu

2700

8,1

21.870

10%

2.187

Meðalnotkun rafbíls í hraðhleðslu

300

50

15.000

20%

3.000

Samtals

   

69.270

 

8.427

           

Rafbílaheimili (150kW stöð)

kW/h

Verð

Samtals

Afsláttur

Afsláttur kr.

Meðalnotkun heimilis

4000

8,1

32.400

10%

3.240

Meðalnotkun rafbíls í heimahleðslu

2700

8,1

21.870

10%

2.187

Meðalnotkun rafbíls í hraðhleðslu

300

65

19.500

20%

3.900

Samtals

   

73.770

 

9.327