Verður heimilt að taka bílpróf á sjálfskipta bifreið?

Ef drög að breyt­ing­um á reglu­gerð um öku­skír­teini verða að veru­leika verður heim­ilt að taka bíl­próf á sjálf­skipta bif­reið og verða öku­rétt­ind­in þá tak­mörkuð við slík­an bíl en þetta er meðal annars sem kemur fram á mbl.is.

Sam­kvæmt nú­gild­andi reglu­gerð er aðeins heim­ilt af heil­brigðis­ástæðum að taka próf á sjálf­skipta bif­reið og þá að mati lækn­is.

Þá kemur einnig fram í fréttinni að í nú­gild­andi reglu­gerð er gerð krafa um að unnt sé að taka úr notk­un hjálp­ar­búnað, t.d. bakk­mynda­vél­ar og veg­línu­skynj­ara, þegar kennsla og próf fer fram.

Í ljósi þess að hjálp­ar­búnaður í öku­tækj­um verður stöðugt al­geng­ari og fjöl­breytt­ari er talið óraun­hæft og óeðli­legt að gera kröfu um slíkt.

Er af þeim sök­um lagt til að þegar öku­tæki sem notað er við kennslu eða próf er búið sér­stök­um hjálp­ar­búnaði skuli öku­nemi geta út­skýrt virkni slíks búnaðar.

Hér má sjá fréttina í heild sinni á mbl.is