Verður Montoya rekinn frá McLaren?

http://www.fib.is/myndir/Montoya.jpg
Juan Pablo Montoya. Stóra myndin er af bílunum eftir hópáreksturinn á Indianapolis sem varð í kjölfar áreksturs Montoya við Kimi Räikkönen.

Eftir að hafa lent þrisvar í árekstri í keppni í Formúlu 1 á keppnistímabilinu er hugsanlegt að hinn kólumbíski Juan Pablo Montoya verði rekinn úr Mercedes MacLaren liðinu og við sæti hans (eða stýri) taki ökumaður liðsins númer þrjú, Petro de la Rosa. Frá þessum orðrómi var greint í spænska dagblaðinu As nýlega.

Fyrsti áreksturinn hjá Montoya var við Jacques Villeneuve á Silverstone brautinni, sá næsti við Nico Rosberg í Kanada og loks sá síðast við liðsfélagann Kimi Räikkönen á Indianapolisbrautinni í Bandaríkjunum. Sá árekstur varð síðan að fjöldaárekstri og er það mál ekki útkljáð innan FIA. Sagt er að endanleg niðurstaða þess máls gæti vel orðið sú að Montoya fái rauða spjaldið og missi keppnisleyfi sitt tímabundið.

The image “http://www.fib.is/myndir/Indianapolis-montoya.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.Spænska blaðið segir að Norbert Haug, yfirmaður mótorsportsdeildar Mercedes Benz vilji losna við Montoya en liðsstjóri Mercedes McLaren, Ron Dennis vilji halda honum og segi óhöppin sem hann hafi lent í vera eðlilegan fylgifysk harðrar keppni og þrjú óhöpp með stuttu millibili séu „tölfræðileg óheppni.“ Verði Montoya hins vegar rekinn þykir líklegast að
Pedro de la Rosa verði arftakinn. En liðsstjórinn, Ron Dennis hefur líka augastað á ungum breskum ökumanni sem heitir Lewis Hamilton og er sá ungi maður um þessar mundir mjög sigursæll í GP2 „Formúlunni.“

En hvað verður um Montoya verði hann látinn fara frá McLaren? Orðrómur er um að Williams liðið muni vilja fá hannm sömuleiðis Red Bull liðið eða þá að hann muni hreinlega snúa baki við Formúlunni og snúa til upphafsins og byrja aftur að keppa í –Indycars-flokknum.