Verna nýr tryggingavalkostur
Verna er nýtt tryggingatæknifélag hér á landi sem býður nýjungar í bílatryggingum. Verna stefnir að því að vera breytingarafl á tryggingamarkaði með þróun snjalltrygginga sem draga úr áhættu í umferðinni og einfalda fólki lífið. Með appi tryggingafyrirtækisins stýra viðskiptavinir verðinu og keyra það niður með bættum akstri. Verna selur ekki bara viðskiptavinum vernd heldur hjálpar þeim að nota bílinn dags daglega með virðisaukandi þjónustu í gegnum Verna appið.
Fram kemur hjá Verna að viðskiptavinir sem leita ekki reglulega tilboða í tryggingar borga að jafnaði 10-15% hærra verð en nýir viðskiptavinir. Hjá Verna sjá viðskiptavinir alltaf besta verðið í appi fyrirtækisins. Hjá Verna er gegnsæið algert og Viðskiptavinir stýra verðinu með því að aka vel. Það er engin binditími og engin greiðsludreifing með tilheyrandi auka kostnaði.
Með Verna appinu stýrir viðskiptavinurinn verðinu. Appið býr til ökuskor sem leiðbeinir hvernig hægt er að bæta aksturinn og þannig lækkað verðið í hverjum mánuði. Bestu ökumennirnir geta lækkað verðið sitt um allt að 40% miðað við markaðsverð en að jafnaði geta viðskiptavinir Verna keyrt verðið sitt niður um 20% með ökuskori í kringum 72.
Verna er sprotafyrirtæki sem er að taka sín fyrstu skref og leggur áhersla á að þau séu tekin rétt. Um leið og fyrirtækið skilar hagnaði fer 10% af honum óskert til góðgerðamála. Þangað til mun Verna einbeita sér að stuðningi við græn góðgerðarmál. Verna hóf starfsemi sína á vormánuðum og býður félagið allt að 40% lægra verð á ökutækjatryggingum en gengur og gerist á íslenskum tryggingamarkaði. Öll þjónusta fer fram í gegnum app og viðskiptavinir geti sjálfir stýrt verðlagningu á tryggingum.
Friðrik Þór Snorrason, framkvæmdastjóri Verna, segir að hægt sé að áætla að 70-80% bifreiðaeigenda hér á landi séu að greiða of há iðgjöld. Verna stefni að því að breyta þessu til betri vegar bifreiðaeiegndum til hagsbóta. Friðrik Snorri segir að tryggingar hafi hækkað mikið á síðustu árum. Umferðarslysum fer hlutfallslega fækkandi sem ætti í öllu falli að skila sér í lægra verði á ökutækjatryggingum. Það þurfi að breyta virkni á íslenska tryggingamarkaðnum í stórum dráttum. Verna hefur verið teið vel á markaðnum og núna sé hægt að sækja tilboð á þrjátíu sekundúm. Í næsta FÍB-blaði verður fróðlegt og áhugavert viðtal við Friðrik Þór.
Ökuskorið mælt út frá eftirfarandi fimm þáttum
Verna hefur þróað sínar eigin stafrænu lausnir sem eru notaðar til að mæla akstur viðskiptavina í gegnum app. Er ökuskorið mælt út frá eftirfarandi fimm þáttum og því betri sem aksturinn er því lægri eru bifreiðatryggingarnar:
Hraða - Appið nemur hvort þú keyrir hraðar eða hægar en aðrir í kringum þig.
Mýkt - Appið nemur hversu mjúklega þú líður um göturnar. Stöðugur hraði er áhættuminnstur.
Einbeitingu - Símanotkun á ekki heima undir stýri, betri einbeiting gefur betra skor.
Tíma dags - Næturakstur er um 10x áhættusamari en akstur á daginn.
Þreytu - Það er hættulegt að keyra tímunum saman án þess að stoppa.
Allir 18 ára og eldri, eru skráðir eigendur eða meðeigendur bílsins, geti tryggt bílinn hjá Verna. Þurfa væntanlegir viðskiptavinir að sækja Verna appið, skrá sig í viðskipti og skrifa undir uppsögn á gömlu tryggingunum með rafrænum hætti í appinu.
Þess má geta að FÍB var með í gangi þjónustukönnun meðal félagsmanna á dögunum. Í könnunni var m.a. spurt ef FÍB félögum býðst bílatrygging á hagstæðu verði, værir þú tibúin(n) að skoða þann valkost? Í ljós kom að 88% félagsmanna er tilbúnir að skoða þann valkost.
Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur náð samkomulagi við Verna um að FÍB félagar sem flytja ökutækjatryggingar sínar yfir til Verna muni fá fyrsta mánuðinn frítt. Tilboðið gildir til 31.12.2022.
Nánari upplýsingar og umsókn hjá verna
Fréttin var uppfærð 14.12.2022