Veruleg hækkun iðgjalda bifreiðatrygginga í vísitölu neysluverðs

Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 1,9% síðastliðna tólf mánuði. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,5% frá fyrra mánuði. Þetta er heldur meiri hækkun vísitölunnar en spáð hafði verið en þar var gert ráð fyrir 0,3% hækkun.

Vísitala neysluverðs í apríl er reiknuð á nýjum grunni, mars 2017, og byggist hann á niðurstöðum úr rannsókn Hagstofu Íslands á útgjöldum heimilanna 2012-2015 auk annarra heilmilda.

Til viðbótar útgjaldarannsókn hefur Hagstofan notast við ýmsar nýrri hemildir við vinnslu grunnsins, svo sem nýskráningu bifreiða.

Athyglisvert er að skoða nánar þróun reksturs bifreiða í vísitölu neysluverð síðustu 12 mánuðina annars vegar og hins vegar liðna 6 mánuði. Þrír liðir sem mynda grunn bílavísitölunnar hafa lækkað. Samanlagt vega þeir liðlega 55% í vísitölunni þannig að vísitalan í heild hefur lækkað um 4% á liðnu 12 ári.

Hjólbarðar lækka mest

Bílakaupin vega þyngst og þar er lækkunin 10% yfir árið og 6,5% á liðnu hálfu ári.  Gengi Evru hefur lækkað gagnvart íslenskri krónu um nálægt 15% á liðnu ári og japanska jenið um ríflega 10%. Hjólbarðar lækka mest eða um 10,6% yfir árið og 7% yfir sex mánuði. 

Í báðum þessu vöruflokkum hefur gengisþróunin haft mikil áhrif en einnig ríkjandi og væntanleg samkeppni.  Varahlutir lækka um 4,6% í bílavísitölunni en þar er lækkunin verulega undir lækkun bíla og hjólbarða.

Eldsneyti vegur þungt í vísitölunni

Eldsneyti vegur þungt í vísitölunni og það hefur hækkað á tímabilinu líkt og á heimsmarkaði að teknu tilliti til gengisþróunar.  Mest er hækkunin á eftirlitsskoðunum eða 9,6% sem er verulega yfir þróun hækkunar á öðrum liðum þar sem vinnulaun eru stór hluti af fastakostnaði. 

Það sem vekur nokkra furðu er veruleg hækkun iðgjalda bifreiðatrygginga í vísitölunni á sama tíma og nýir bílar og varahlutir hafa lækkað. Þarna gætir líklega helst áhrifa fákeppni og einsleitni í vöru- og þjónustuframboði. 

Hér undir má sjá þá liði sem mynda bifreiðavísitölu Hagstofunnar, innbyrðis vægi þeirra og breytingar á liðnu einu og hálfu ári.

 

Heiti

   Vog

Br. 1/2 ár

Br. 1 ár

Bílar

45,8%

-6,5%

-10,0%

Varahlutir o.fl.

4,8%

-3,0%

-4,6%

Hjólbarðar o.fl.

4,1%

-7,0%

-10,6%

Ýmsar rekstrarvörur

0,6%

1,0%

1,2%

Bensín 95 okt

23,6%

4,6%

1,1%

Dísel

7,0%

4,3%

4,9%

Viðgerðir og viðhald

3,7%

0,7%

4,8%

Bón og þvottastöðvar

0,5%

4,2%

6,2%

Smurstöðvar

2,1%

0,9%

3,4%

Hjólbarðaverkstæði

1,1%

1,1%

3,3%

Eftirlitsskoðanir

1,5%

0,3%

5,3%

Bifreiðagjöld (úrvinnslugjald)

0,3%

0,0%

0,0%

Bifreiðaskoðun

0,9%

4,4%

9,6%

Veggjöld

2,0%

0,0%

0,0%

Ábyrgðartryggingar

0,8%

3,5%

8,2%

Húftryggingar

1,0%

5,5%

5,3%

Rekstur eigin bifreið

100,0%

-2,0%

-4,0%