Vetrarfærð um allt land
Vetrarfærð er um nánast allt land. Grindavíkurvegur er lokaður og þjóðvegur eitt á milli Hvolsvallar og Kirkjubæjarklausturs.
Vegirnir um Hellisheiði, Þrengsli og Sandskeið eru lokaðir en þæfingur er víða, meðal annars á Reykjanesbraut.
Ófært er á Mosfellsheiði, Krýsuvíkurvegi og Suðurstrandarvegi, að sögn Vegagerðarinnar.
Þæfingur er víða, meðal annars á Reykjanesbraut.
Á Norðausturlandi er hálka, snjóþekja eða hálkublettir á flestum leiðum en ófært er á Hólasandi og Dettifossvegi.