Vilja að þýskir eigendur fái sömu bætur
Félag þýskra bifreiðaeigenda (ADAC) hefur krafist þess að þýski bílaframleiðandinn Volkswagen Group bjóði þýskum eigendum sem urðu fyrir barðinu á stóra útblásturs hneykslinu sömu bætur og greiddar hafa verið í Bandaríkjunum.
Ulrich Klaus Becker, varaforseti ADCD á flutningasviði, segir að lögfræðingateymi þýsku samtakanna, hafi orðið vart við vaxani óánægju á meðal eigenda VW bíla í Þýskalandi að þeir fái ekki sömu meðhöndlun og eigendur sömu bíla hafi fengið í Bandaríkjunum.
,,Félagsmenn okkar óttast að verðgildi bílanna lækki. Fjöldi mála liggja nú fyrir dómstólum en málmeðferðir hafi gengið hægt fram að þessu. Þetta eldur óvissu hjá neytendum en í þýskum lögum er ekki kveðið á um bætur í þessu tilfelli eins og reyndin er í Bandaríkjunum.
Eigendum VW í Bandaríkjunum voru greiddar allt að 530 þúsund krónur í bætur. Við getum verið að tala um sömu upphæð til handa þýskum eigendum,“ segir Ulrich Laus Becker. Hann er viss um að ef VW Group greiði bætur munu þeir örugglega ávinna sér traust viðskiptavina í Þýskalandi á nýjan leik.