Villa í eldsneytismæli nýjustu kynslóðar Opel Astra
09.08.2005
Margir kannast við hveru óþægilegt það er þegar eldsneytismælar bíla sýna ekki rétt, sérstaklega ef villan er á þann veginn að bíllinn verði eldsneytislaus og deyr þótt eldsneytismælirinn segir að tankurinn sé alls ekki tómur.
Samkvæmt upplýsingum sem FÍB hefur borist þá er villa í eldsneytismælum nýjustu kynslóðar Opel Astra. Þegar eldsneytismælirinn sýnir að um 1/8 sé eftir á tanknum er hann í rauninni tómur og bílarnir drepa á sér.