Villandi afsláttartilboð TM

FÍB vekur athygli á því að „cyber monday“ afsláttartilboð TM á tryggingum brýtur gegn lögum um viðskiptahætti og markaðssetningu.
 
Skilyrði þess að bjóða eitthvað á lækkuðu verði er að sala hafi áður farið fram á hærra verði. Þar sem TM auglýsir tilboðið fyrir nýja viðskiptavini, þá hefur félagið ekki selt þeim tryggingar á fyrra hærra verði. Engin leið er fyrir neytendur að vita hvert fyrra verð er á tryggingunum, þar sem TM birtir ekki verðskrá heldur sníður tilboð að hverjum og einum einstaklingi. Tilboð TM í dag er því alltaf fullt verð og ekki með afslætti, sama hvað fullyrt er í auglýsingum. 

Umrætt „cyber monday“ tilboð tryggingafélagsins er vægast sagt villandi og aðeins til þess gert að slá ryki í augu neytenda.