VÍS lækkar arðgreiðslu úr fimm milljörðum í tvo

Fyrir stundu var það tilkynnt á heimasíðu tryggingafélagsins VÍS að stjórnarfundur félagsins hefði í dag ákveðið að leggja breytingartillögu fyrir aðalfund félagsins á morgun um tillögu um fimm milljarða arðgreiðslu til hluthafa. Í þess stað verði greidd upphæð sem nemur hagnaði síðasta árs - 2,067 milljörðum kr.

Þar með hafa bæði Sjóvá og nú VÍS dregið verulega í land. FÍB vakti fyrst athygli á þessum fyrirhuguðu gríðarlega arðgreiðslum  fyrir tæpri viku og er ljóst að fyrirætlanir félaganna gengu gersamlega fram af stórum hluta landsmanna og hafa félögin greinilega ekki treyst sér til að halda ofurgreiðslunum til streitu og ofbjóða þannig almenningsálitinu.

Í greinargerð með breytingartillögu stjórnar VÍS segir m.a. að viðskipta­vin­ir og starfs­menn VÍS skipti fé­lagið miklu. Stjórn­in geti ekki horft fram hjá þeirri staðreynd að fylgi hún nú­ver­andi arðgreiðslu­stefnu, þá geti það skaðað orðspor fyr­ir­tæk­is­ins. Í því ljósi hafi stjórn ákveðið að leggja til að arðgreiðsla sé miðuð við hagnað síðasta árs.