Visthæfir bílar og óvisthæfir
Undanfarin ár hafa ökumönnum svokallaðra visthæfra bílar verið heimilt að leggja þeim endurgjaldslaust í gjaldskyld bílastæði Bílastæðasjóðs Reykjavíkur í allt að 90 mínútur. Forsenda þessa gjaldfrelsis hefur verið aú að CO2 útblástur bílanna sé ekki meiri en 120 grömm á ekinn kílómetra og bílarnir ekki þyngri en 1800 kíló. Frá og með sl. áramótum hafa 120 gramma viðmiðunarmörkin verið skert þannig að þau eru nú 100 grömm á kílómetra.
Ekki er hægt að segja að kynning á þessari breytingu hafi verið áberandi. Eina tilkynningin sem fréttavefur FÍB hefur enn fundið um hana er færsla á Fésbókarsíðu Bílastæðasjóðs frá 12. desember sl. Þar segir: „Borgarráð hefur samþykkt nýjar reglur um bílastæði fyrir visthæfar bifreiðar og taka þær gildi 1. janúar 2015. Endurnýja þarf þegar útgefnar skífur fyrir bifreiðar sem uppfylla nýjar reglur. Visthæfar skífur samkvæmt núgildandi reglum falla úr gildi í árslok 2015.“
Á heimasíðu Bílastæðasjóðs er greint frá breytingunni. Þar segir m.a. að gjaldfrelsi gildi einungis fyrir bifreiðar með klukkuskífum útgefnum af Reykjavíkurborg og að eftir 1. desember 2014 verði einungis gefnar út heimildir samkvæmt nýju reglunum sem tóku gildi um áramótin. Engin dagsetning er hins vegar á þessari tilkynningu. Sjá nánar hér.