Vísvitandi rangfærslur
Hinn heimsþekkti blaðamaður, dálkahöfundur og umhverfisverndarsinni, George Monbiot, segir í grein í The Guardian og vitnar í uplýsingar frá tvennum heimildum innan Alþjóðlegu orkumálastofnuninni, að olíulindir heimsins séu að ganga til þurrðar og verði mun fyrr þurrausnar en stofnunin hefur hingað til haldið fram. Í rauninni hafi Alþjóða orkumálastofnunin (International Energy Agency – IEA) vísvitandi logið því að olíubirgðir heimsins séu meiri en þær eru, til að valda ekki uppnámi á mörkuðum.
Hann segir að skýrsla vísindamanna við Uppsalaháskóla í Svíþjóð hafi einnig bent á að olíuvinnsluspár IEA hreinlega standist ekki því að forsenda þeirra sé meiri olíudæling úr núverandi lindum en möguleg er. Monbiot segir að trúverðugleiki IEA sé algerlega farinn forgörðum og álíka mikið virðist að marka upplýsingar hennar um olíulindir heimsins og gamla blaðrið í Alan Greenspan um heilbrigði fjármálamarkaðanna. Hér má lesa grein George Monbiot í heild.