Volkswagen innkallar yfir 100 þúsund bíla vegna eldhættu
Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen tilkynnti í vikunni að fyrirtækið þyrfti að innkalla yfir 100 þúsund tengiltvinnbifreiðar á heimsvísu vegna eldhættu. Talsmaður Volkswagen segir að umrædd eldhætta sé í bílunum sem tengja hefðbundna brunavél við rafdrif sem hlaðast í gegnum innstunguna vegna ófullnægjandi einangruðrar háspennu í rafhlöðu.
Ennfremur hefur verið bent á ófullnægjandi festingu á hönnunarhlífinni sem gæti leitt til snertingar við heita hluti sem kallar á eldhættu. 16 slík tilvik hefðu verið tilkynnt í Þýskalandi.
Þess má og geta að um 42.300 eigendur Volkswagen Passats, Golfs, Tiguans og Arteons um allan heim verða einnig látnir um þessa ákveðnu aðsteðjandi hættu. Af sömu ástæðum hefur hefur þurft að innkalla um 25 þúsund Audi bifreiðar. Einnig er talið að umræddur vandi gæti einnig verið í Skoda og Seat bifreiðum.