Volkswagen Golf langsöluhæsti bíllinn í Evrópu
Volkswagen Golf er langsöluhæsti bíllinn í Evrópu en sölutölur frá 44 markaðslöndum fyrstu níu mánuði ársins liggja nú fyrir. Á þessu tímabili seldust 404.269 eintök af Volkswagen Golf og er bíllinn í algjörum sérflokki hvað sölutölur áhrærir. Önnur tegund frá þýska bílaframleiðandanum, VW Golf, kemur í öðru sæti en á fyrstu níu mánuðum ársins seldust rúmlega 292 þúsund eintök af þessari tegund í Evrópu.
Renault Clio er í þriðja sæti með 287.152 seldra bíla og í humátt á eftir kemur Nissan Qashqai. Volkswagen Tiugan er í fimmta sætinu með rúmlega 200 þúsund selda bíla. Nissan Qashqai er mest seldi jepplingurinn í Evrópu fyrstu níu mánuði ársins.
Volkswagenverksmiðjurnar hafa vart undan að framleiða e-Golf rafmagnsbílinn. Bíllinn er sérlega vinsæll í Evrópu og þá ekki síst á Norðurlöndunum.