Volkswagen með háleit markmið í rafbílavæðingu
Stjórnendur Volkswagen verksmiðjanna hafa gefið út að fyrir árið 2025 verði einn af hverjum sex bíla í þeirra framleiðslu eingöngu rafknúnir. Það samsvarar um einni milljóna bíla í sölu á ári. Þar mun Volkswagen I.D. fara fremstur í flokki. Rafbílar er engin nýjung hjá Volkswagen en fyrirtækið bjó fyrstu rafbílana til fyrir meira en 30 árum síðan.
Nýlega hafa þeir sett fullan kraft í framleiðslu rafbíla en einnig mun Volkswagen I.D. bjóða upp á sjálfstýringu líkt og aðrir framtíðar bílar
Volkswagen I.D. sem er litlu stærri en Polo hefur hreint og fágað útlit og er 168 hestöfl. Volkswagen I.D. mun bjóða upp á rafhlöðuendingu allt á milli 320 km upp í 600 km. Þegar bíllinn verður kominn í fulla framleiðslu er það markmið framleiðenda að bíllinn muni kosta jafn mikið og Volkswagen Golf.
Venjulegt mælaborð verður ekki fyrir ofan stýrið eins og þekkist í dag. Þess í stað mun það sjást í gegnum stýrið og vera á háskerpuskjá. Þar munu birtast helstu upplýsingar s.s. hraði og GPS.
Hægt verður að ýta á stýrið og mun það þá færast inn í mælaborðið og gefa ökumanninum meira svigrúm til afþreyingar eða vinnu á meðan bíllinn kemur honum á áfangastað. Verði bíllin var við gangandi vegfarendur á meðan sjálfstýring er í gangi mun hann blikka ljósum til þeirra á meðan hann hægir á sér. Þannig mun bíllinn gefa gangandi vegfarendum til kynna að hann hafi orðið var við þá og öruggt sé að ganga yfir götuna.