Volkwagen vill bjóða Evrópumönnum indverskan Suzuki
Indverskur bílafréttavefur segir að Volkswagen, sem nú á 19.9 prósenta hlut í Suzuki Motor Corp, sé að byrja að markaðssetja indverska smábílinn Maruti Suzuki -Star í Evrópu undir merkjum Volkswagen.
Maruti A Star er nýr smábíll og undir merkjum Suzuki er hann seldur sem ný kynslóð Suzuki Alto á Evrópumarkaði. Hann er afar sparneytinn og uppfyllir Evrópustaðla um bæði öryggi og mengun. 85% efnis og efnishluta bílsins eru endurnýtanleg.
Vélin er 998 rúmsm þriggja strokka bensínvél. Hún er 67 hö. við 6200 snúninga og togið er 90 Nm við 3500 snúninga á mín. Þyngdin er 860 kíló.