Volvo C30 verður sýndur í Detroit eftir áramótin

The image “http://www.fib.is/myndir/VolvoC.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Einhvernveginn svona lítur hann út.
Fyrsti Volvo smábíllinn síðan Volvo 343 var og hét á að koma á markað árið 2007. Bíllinn hefur verið í þróun og reynsluakstri undanfarið og hafa myndir náðst af honum dulbúnum m.a. í Bretlandi alveg nýlega. En hulunni verður svipt af bílnum á bílasýningunni í Detroit eftir þrjár vikur og móðurfyrirtæki Volvo, Ford ætlar sér stóra hluti með bílinn í Bandaríkjunum þar sem yngsta kynslóðin hefur algerlega hafnað hinum stóru klassísku Ameríkubílum.
Það er nokkuð ljóst að Volvómenn eru ekkert í fýlu yfir því að myndir hafi náðst af bílnum því þær auka spenning og áhuga fyrir honum sem getur skilað sér í góðri sölu síðar meir. Sjálfir hafa þeir verið að birta myndir af smáhlutum bílsins á eigin heimasíðum í Bandaríkjunum til að auka spenninginn.
Volvo C30 verður byggður á sömu grunnplötu og Ford Focus og Mazda 3. Eins konar fumgerðir bílsins hafa verið sýndar í tvígang á Detroit sýningunum sem Volvo 3CC og SCC.
The image “http://www.fib.is/myndir/Volvo.C30.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.