Volvo eykur framleiðsluna til að mæta eftirspurn
Mikill uppgangur er hjá sænska bílaframleiðandanum Volvo um þessar mundir. Fyrirtækið er að koma inn á markaðinn með athyglisverða bíla sem vakið hafa áhuga og hefur sala á bílum verið einstaklega góð. Uppgjör fyrirtækisins fyrir síðasta ár sýna glæsilega útkomu en hagnaðurinn nam yfir 180 milljörðum króna og hefur hann aldrei verið meiri.
Á síðasta ári seldi Volvo hátt í 600 þúsund bíla og nam aukningin um 8% frá 2016. Forsvarsmenn Volvo er að gera sér vonir um að auka söluna enn frekar á þessu ári. Markaðir um allan heim sýna hærri sölutölur nú í byrjun þessa árs.
Mikil eftirspurn er eftir XC40 tegundinni og er nú þegar orðið ljóst og sjá forsvarsmenn Volvo þann kostinn vænstan að auka framleiðslu hans til að mæta eftirspurninni. Umrædd tegund er framleitt í Belgíu og verður allt gert til að mæta pöntunum sem nú þegar eru orðnar yfir 80 þúsund talsins.
Algjör endurnýjun á sér stað í bílaflota Volvo og gamlar tegundir víkja smám saman fyrri nýjum. Forsvarsmenn Volvo er mjög bjartsýnir á þetta ár og er útlitið fyrir að enn eitt metárið líti dagsins ljós. Markaðir í Asíu hafa aldrei verið sterkari en eigandi Volvo, sem er kínverskur bílaframleiðandi, á greiðann aðgang inn á markaði í Asíu sem hefur létt undir sölu á þeim markaði.