Volvo getur selt mengunarkvóta
Vegna mikillar sölu Volvo á tengiltvinnbílum verður meðal útlosun koltvísýrings seldra Volvo bíla vel undir 95 grömmum á hvern ekinn kílómetra (95 g/km) í ár. Bílaframleiðendur á markaði í Evrópu verða að ná meðal koltvísýringslosun seldra fólksbíla niður í 95 g/km á þessu ári en eiga að öðrum kosti yfir höfði sér þungar sektir standist þeir ekki viðmiðið.
Volvo hefur selt það marga tengiltvinnbíla í Evrópu að þeir geta selt frá sér mengunarkvóta til framleiðenda sem uppfylla ekki nýjar reglur Evrópusambandsins um útlosun koltvísýrings. Nýjustu mengunarreglur Evrópusambandsins leggja þær kvaðir á bílaframleiðendur að meðal koltvísýrings útlosun seldra fólksbíla má ekki fara yfir 95 g/km.
Nýju reglurnar eru metnaðarfullar enda voru mörkin 130 g CO2 á km árið 2015. Fari útlosunin yfir 95 gramma mörkin varðar það sektum. Hægt er að draga úr sektargreiðslum með því að kaupa mengunarkvóta.
Volvo kynnti nýlega að safnast hefðu um 500 milljónir Evra í ,,grænan sjóð“ sem notaður verður til að frekari þróunar á rafbílum fyrirtækisins. Um þriðjungur seldra Volvo bíla í Evrópu í ár eru tengiltvinnbílar. Volvo er einnig byrjað að framleiða og selja hreina rafbíla bæði undir eigin vörumerki og dótturfyrirtækisins Polestar.