Volvo grípur til tímabundinna lokana
Sænski bílaframleiðandinn Volvo hefur ákveðið að loka þremur verksmiðjum sínum í Svíþjóð frá og með næsta fimmtudag, 26. Mars, vegna COVID-19 kórónaveirufaraldursins.
Lokunin mun að minnsta kosti standa yfir til 14. apríl. Ákvörðun um þetta var tekin fyrir helgina og er um ræða verksmiðjur fyrirtækisins í Torslanda, Skövde og Olofström. Áður hafði verið tilkynnt um lokanir í Belgíu og í þessari viku taka til framkvæmda lokanir í Bandaríkjunum. Þetta kom fram í sænskum um helgina
Håkan Samuelsson, framkvæmdastjóri Volvo, sagði að jafnt og þétt hefði dregið úr framleiðslunni á síðustu tveimur vikum.
,,Nú sjáum við fram á lokanir eins og flestir bílaframleiðendur hafa orðið að grípa til að undanförnu. Þetta mun hafa áhrif á 25 þúsund starfsmenn okkar og er vonandi um bara tímabundnar aðgerðir að ræða,“ segir Samuelsson