Volvo í kínverskri eigu
Undirritaðir hafa verið samningar um kaup hins kínverska Geely á Volvo af Ford Motor Co. Samkvæmt þeim eignast Geely Volvo Personvagnar að fullu og öllu og skal kaupunum að fullu lokið áður en síðasti fjórðungur ársins gengur í garð.
Samkvæmt fregnum frá Svíþjóð eru nú búið að ganga frá öllum lausum endum í þessum viðskiptum. Þeirra á meðal eru atriði eins og afnotaréttur á einkaleyfum og ýmissi tækni sem er í eigu Ford.
Li Shufu er forstjóri móðurfélags Geely. Hann kvaðst við undirritun samninganna vera glaður yfir því að hafa náð samkomulagi við Ford. Í því fælist það að Volvo hefðin myndi varðveitast. Áfram yrðu byggðir Volvo bílar sem bæði eru sterkir og öruggir og í forystu gæðabíla, hverju nafni sem þeir nafnast. „Hið velþekkta sænska vörumerki verður áfram trútt sínum einkunnarorðum sem eru öryggi, gæði, umhverfismildi og framsækin sænsk hönnun,“ sagði Li Shufu.
Alan Mullaly forstjóri Ford tók í sama streng og sagðist bjartsýnn á framtíð Volvo í fóstri Kínverja. Volvo væri mjög sérstakt vörumerki með afbragðs framleiðsluvöru. Kaupsamningurinn væru traustur grundvöllur áframhaldandi þróunar á starfseminni undir yfirstjórn Geely.