Volvo innkallar 100.000 bíla
Síðdegis á föstudag var ákveðið hjá Volvo að innkalla 100 þúsund bíla af árgerð 2012. Bílarnir eru af gerðunum S60, V70, S80, XC60, XC70 og nokkra einnig af XC90 gerð. Bílarnir voru byggðir frá viku 20 til 40 á síðasta ári og eru allir sem áður segir af árgerð 2012.
Ástæðan innköllunarinnarer sú að rafmagnskapall undir ökumannssæti getur losnað úr tengi, sé sætinu rennt eins langt aftur og það kemst. Þegar hann svo er aftengdur getur það haft þau áhrif að loftpúðar bílsins springa ekki rétt út ef árekstur verður. Tekið er fram að eigendur og umráðamenn bílanna þurfi ekkert að óttast ef þeir fara að tilteknum mjög einföldum varúðarreglum. Ekkert slys eða meiðsli á fólki hafi orðið vegna þessa meinta ágalla eftir því sem best er vitað.
Talsmaður Volvo í Svíþjóð segir við sænska Auto Motor & Sport að um 20 eigendur bíla af þeim gerðum sem um ræðir, hafi orðið varir við bilun af þessu tagi. Það hafi gerst þannig að svokallað SRS ljós hafi byrjað að loga í mælaborði bílanna. Á þjónustuverkstæðum hafi svo komið í jós að kapallinn undir bílstjórasætinu hafði aftengst eftir að bílstjórasætinu hafði verið rennt í öftustu stöðu.