Volvo innkallar yfir 700 þúsund bifreiðar vegna bilunar í hemlakerfi
Sænski bílaframleiðandinn Volvo hefur neyðst til að innkalla 700 þúsund bifreiðar um allan heim vegna alvarlegrar bilunar í sjálfvikrku hemlakerfi bifreiðanna. Til að vinna bug á biluninni fara bílarnir inn á viðurkennd verkstæði til að fá nýja hugbúnaðaruppfærslu.
Bilunin uppgvötaðist í reynsluakstri á Volvo XC60 hjá Félagi danskra bifreiðaeigenda, FDM. Í reynsluakstrinum kom í ljós að bifreiðin dróg ekki úr ferð sem skildi þegar hemlunarkerfi bílsins var notað. Dönsku samtökin gerðu Volvo viðvart sem sendu sérfræðinga til að fara yfir bílinn í Danmörku.
Í framhaldinu var bíllinn fluttur til Gautaborgar þar sem nánari skoðun á hemlunarkerfi bílsins fór fram. Þá kom fram alvarlegur galli í hugbúnaði bílsins fyrir sjálfvirka hemlakerfið. Smíði bílana sem um ræðir fór fram í byrjun febrúar í fyrra allt til dagsins í dag. Í skoðunum sérfræðinga hefur komið í ljós að í sumum tilfella virkar hið svokallað AEB kerfi bílsins ekki sem skildi og nemur því ekiki gangandi og hjólandi vegfarendur svo dæmi sé tekið.
Til að laga bilunina verða bílarnir kallaðir inn á verkstæði til að fá nýja uppfærslu. Á heimsvísu eru bílarnir 736.430 talsins en í Svíþjóð eru þeir alls 66.705. Volvo hefur haft samband við hluteigandi eigendur og hvatt þá til að fá hugbúnaðinn uppfærðan. Sem betur ferð hafa engin slys hlotist af þessari bilun svo vitað sé.