Volvo segir upp hundruðum starfamanna
Um mánaðarmótin sagði sænski bílaframleiðandinn Volvo upp 650 starfsmönnum og öðrum 300 til viðbótar um næstu áramót. Að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins eru ástæður uppsagnanna skipulagbreytingar en fyrirtækið ætlar að leggja meiri áherslu á framleiðslu rafbíla í framtíðinni. Aukin fjárfesting verður lögð í rafbíla og í hug- og vélbúnað þeim tengdum.
Korónuveiurufaraldurinn hefði ennfremur sett strik í reikninginn en án hans hefði verið þörf á að ráðast í breytingar. Hanna Fager, starfsmannastjóri hjá Volvo Cars, segir að rafvæðingin og aukin sjálfvirkni er að eiga sér stað með hraðari hætti en búist hafði verið við. Því verði ekki komist hjá því að ráðast í skpulagbreytingar.
Starfslokasamningar hafa verið gerðir við stærsta hóp manna sem missa vinnuna. Langflestir sem láta af störfum unnu hjá fyrirtækinu í Gautaborg.