Volvo stendur frammi fyrir stórri innköllun
Volvo stendur frammi fyrir stórri framkvæmd á næstunni en innkalla þarf mögulega rúmlega tvær milljónir bíla frá sænska framleiðandanum vegna galla í bílbeltum í framsætum. Um er að ræða tegundirnar Volvo S60, S60L, S60CC, V60, V60CC, XC60, V70, XC70, S80 og S80L sem voru framleiddar á milli 2006 og 2019.
Ekki er hægt enn sem komið er að rekja óhapp eða slyss til þessa galla. Innköllunin stafar frá stálvír sem heldur beltunum föstum við grind bílsins. Rannsóknir hafa leitt í ljós að umræddur stálvír gefur smám saman eftir með notkum og fyrir vikið dregur úr öryggi beltana. Þessi vandi er ekki algengur en þetta er stærsta innköllunin sem Volvo hefur ráðist í.
Forsvarsmenn Volvo segja að haft verður samband við alla söluaðila að Volvo bifreiðum og viðgerðin yrði eigendum að kostnaðarlausu.