Vörubílstjórar í mótmælaakstri sínum
29.07.2005
Á þessari stundu eru um 25 vörubílstjórar að aka austur Miklubraut í mótmælaskyni gegn háu verði á dísilolíu í kjölfar kerfisbreytingar úr þungaskatti í olíugjald. Bílarnir aka á um 30 km hraða, eða hálfum löglegum hámarkshraða. Þeir aka hlið við hlið og fylla allar akreinar þannig að önnur umferð kemst ekki fram úr.
Ætlunin mun að aka upp á Ártúnsholt þar sem mótmælaksturinn endar væntanlega. Lögregla hefur talsverðan viðbúnað og ekur undan hópakstrinum.
Ætlunin mun að aka upp á Ártúnsholt þar sem mótmælaksturinn endar væntanlega. Lögregla hefur talsverðan viðbúnað og ekur undan hópakstrinum.