Vöxtur á öllum mörkuðum hjá Renault Group
Sala Renault Group jókst um 10,4% á fyrri árshelmingi þegar alls um 1,9 milljónir bíla voru nýskráðir á sama tíma og heimsmarkaðurinn óx um 2,6%.
Vöxtur var hjá öllum merkjum samstæðunnar, þar af voru sett sölumet hjá Renault og Dacia á fyrri árshelmingi ársins. Er Renault nú annað söluhæsta bíltegundin í Evrópu
Vöxtur varð á öllum mörkuðum hjá Renault Group á fyrri helmingi ársins. Þar af varð 19,3 prósenta vöxtur í Afríku, Miðausturlöndum og í löndum Suður- og Suðaustur-Asíu auk þess sem rúmlega 50 prósenta aukning varð í löndum Asíu og við Kyrrahaf.
Er söluaukningin ekki síst rakin til nýrra bílgerða sem Renault Group hefur kynnt á undanförnum mánuðum, þar á meðal nýrra atvinnubíla.
Alls voru tæplega 1,9 milljónir fólks- og lítilla og meðalstórra sendibíla (PC og LCV) skráðir fyrstu sex mánuðina, þar af rúmlega 1,3 milljónir hjá Renault og 333 þúsund hjá Dacia. Hjá Renault Samsung Motors í Suður-Kóreu jókst salan um 12,5% og hjá Lada um 12,2%.
Evrópumarkaður óx meira en aðrir heimsmarkaðir hjá Renault Group, eða um 5,6% á meðan markaðurinn í heild óx um 4,4%. Hefur Renault Group aukið hlutdeild sína í Evrópu um 0,1 prósentustig það sem af er ári.
ZOE leiðandi á evrópskum rafbílamarkaði
Sala á Renault hefur aukist um 4,3% og er Renault nú með 8,2 prósenta markaðshlutdeild í Evrópu sem einkum má þakka nýjum bílum í Megane-fjölskyldunni auk Clio 4 sem er annar mest seldi bíllinn í Evrópu og Captur sem er mest seldi jepplingurinn í sínum flokki í álfunni.
Þá leiðir Renault sölu á rafbílamarkaði í Evrópu með ZOE í toppsætinu og 44 prósenta söluaukningu það sem af er ári. Markaðshlutdeild Renault á rafbílamarkaði er nú 26,8% og óx um 34% á fyrri árshelmingi miðað við sama tíma 2016.
Í heimalandinu, Frakklandi, leiða Twingo, Clio, Talisman og Espace sölu Renault auk ZOE sem er með 70% hlutdeild á franska rafbílamarkaðnum.