Vöxtur í vinnubílum Volkswagen
VW Caddy.
Volkswagen seldi alls 36.830 sendiferða- og pallbíla í janúar á heimsvísu. Það er 16,6 prósentum meir en í janúar á síðasta ári. Þar að auki seldi Volkswagen í þessum sama mánuði alls 25 prósent fleiri, eða samtals 3970 fólksflutninga- og vörubíla sem allir eru framleiddir í Brasilíu og Mexíkó.
VW gerir ráð fyrir því að velgengni atvinnubílanna haldi áfram að vaxa og í þeim anda hefur fyrirtækið styrkt eignastöðu sína í sænska vörubílafyrirtækinu Scania og í MAN er hún áfram óbreytt eða 29,9 prósent. Eignarhlutur VW í Scania er eftir síðustu breytingar orðin 20,89 prósent. VW fer auk þess með atkvæði rúmlega átta prósenta eignarhluta og ræður því yfir 37,98 prósent atkvæða í stjórn Scania.