VW ID.3 kynntur til leiks

Það hefur ríkt mikil eftirvænting meðal áhugafólks um rafbíla eftir nýjasta útspili VW samsteypunnar á rafbílamarkaðinn. Nú er hann loks kominn í loka útgáfu eftir langt og strangt hönnunarferli ID.3. Það sem einkennir ID.3 frá fyrri rafbílum VW er að ID.3 er byggður frá grunni sem rafbíll en ekki sprengihreyfilsbíll sem hefur verið rafvæddur. Með þessu er hægt að staðsetja rafhlöður í botni bílsins og auka áherslu á lægri vindmótstöðu svo eitthvað sé nefnt.

Boðið verður upp á þrjár stærðir á rafhlöðum eða „drægni útgáfum“ sú minnsta með 45 kWh og 330 km drægni. Næst er 58 kWh með 420 km á hleðslunni og sú stærsta 77 kWh sem ættu að skila bílnum heila 550 km.

Ef marka má yfirlýsingar VW þá ætla þeir að koma inná rafbílamarkaðinn af fullum þunga en í nánustu framtíð má búast við rafdrifnum sportjeppa, langbak og sendibíla sem allir verða byggðir á sama grunni og ID.3.

Kynninguna í heild sinni má nálgast hér.

 VW ID.3 VW ID.3 VW ID.3

VW ID.3 VW ID.3