VW og Suzuki
Greinilegt er að hjá Suzuki í Japan iðrast menn að hafa farið út í samstarf við Volkswagen. Það hófst fyrir tveimur árum þegar Volkswagen keypti 19,9 prósent hlutabréf í Suzuki af stjórn Suzuki. Osamu Suzuki forstjóri og stjórnarformaður Suzuki hefur nú boðist til að kaupa 19,9 prósenta hlutinn aftur til baka gegn staðgreiðslu í beinhörðum peningum en VW hefur afþakkað boðið. Der Spiegel greinir frá þessu og hefur eftir ónafngreindum heimildamanni innan VW að ekki sé útilokað að VW hreinlega yfirtaki Suzuki.
Svo virðist sem núningur hafi fljótlega komið upp milli fólks hjá Suzuki og VW en upp úr sauð nýlega þegar Suzuki tilkynnti um fyrirhuguð kaup á dísilvélum af Fiat. Upphaflega hugmyndin var nefnilega að Suzuki nyti góðs af dísilvélatækni VW og VW nyti góðs af kunnáttu Suzuki í því að byggja smábíla. Þá átti samstarfið að efla hag VW í Indlandi þar sem Suzuki hefur mjög sterka markaðsstöðu, og um leið efla stöðu Suzuki í Evrópu þar sem VW stendur vel að vígi,