VW og Toyota söluhæstu bílaframleiðendurnir 2014
Markaðsfyrirtækið focus2move hefur að venju sinni birt bráðabirgðayfirlit yfir mest seldu bílana í heiminum á síðasta ári. Ljóst er að af því að Volkswagen samsteypan hefur náð því yfirlýsta markmiði sínu að verða stærsti bílaframleiðandi veraldar. Toyota samsteypan er næst stærst og GM, sem lengi var stærst, er nú í þriðja sæti eftir því sem virðist. Þá hins vegar eftir að skýrast betur síðar þegar endanlegar tölur og útreikningar liggja fyrir með vorinu.
Innan bæði VW og Toyota samsteypanna eru framleiddar margar vinsælar bifreiðategundir. Hjá VW má þar nefna Skoda, Seat og Audi. Hjá Toyota er slík dreifing milli vörumerkja mun minni en hjá VW. En samanlagt er VW semsé stærst. Dálítið önnur mynd blasir hins vegar við þegar gengi einstakra tegunda er skoðað. Þá kemur í ljós að söluhæsta einstaka bíltegundin í heiminum í fyrra var Toyota.