VW Tiguan


http://www.fib.is/myndir/Billarsins09-logo.jpg

Bandalag íslenskra bílablaðamanna, BÍBB, stóð í fimmta sinn fyrir vali á Bíl ársins. Tilkynnt var í gær, fimmtudaginn 6. nóv. að Volkswagen Tiguan hefði orðið fyrir valinu að þessu sinni.

Í umsögn dómnefndarinnar sagði m.a: „VW Tiguan er yfirburðabíll og ekki aðeins í samanburði við aðra jepplinga. Hann er eins og hugur manns og hyggilegur hvernig sem á er litið. Traustvekjandi bíll í sívaxandi flokki jepplinga og býður upp á skemmtilegar tækninýjungar.”

Tiguan bar sigurorð af tólf öðrum bílum sem innbyrðis kepptu í fjórum stærðarflokkum. Sæmdarheitinu Bíll ársins 2009 fylgir Stálstýrið sem er farandgripur. http://www.fib.is/myndir/Marino-billarsins.jpg

Sigurvegari í flokki smábíla varð Mazda2, Ford Focus í flokki millistærðarbíla og Honda Accord í flokki stærri fjölskyldubíla. Bakhjarlar valsins eru Skeljungur og Frumherji.

http://www.fib.is/myndir/MarinoTiguan.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Marinó G. Björnsson, sölustjóri Heklu, með Stálstýrið. VW Tiguan er Bíll ársins 2009.