Yfir 10 milljón raftengdirbílar seldust árið 2022
Í fyrra (2022) seldust meira en 10 milljón rafbílar og tengiltvinnbílar í heiminum. Um 60% voru seldir í Kína. Söluaukningin miðað við 2021 var 55%. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Alþjóðaorkumálastofnuninni (IEA). Alls var 14% allra seldra nýrra bíla rafknúnir árið 2022, um 9% árið 2021 og innan við 5% árið 2020.
Kína er með um 60% af rafbílasölu á heimsvísu. Meira en helmingur rafbíla í umferð um allan heim er nú í Kína og landið hefur þegar farið yfir 2025 markmiðið um sölu á nýorkubílum. Í Evrópu, næststærsta markaðnum, jókst rafbílasala um rúmlega 15% árið 2022, sem þýðir að meira en einn af hverjum fimm seldum bílum var rafknúinn. Sala á rafbílum í Bandaríkjunum, þriðja stærsta markaðnum, jókst um 55% árið 2022 og náði 8% söluhlutdeild.
Hátt olíuverð og hvatar á landsvísu munu hjálpa til við að efla sölu
Gert er ráð fyrir góðri rafbílasölu í ár (2023). Yfir 2,3 milljónir rafbíla seldust á fyrsta ársfjórðungi, sem er um 25% meira en á sama tímabili í fyrra. Áætlanir IEA gera ráð fyrir að salan fari í 14 milljón rafbíla í ár sem samsvarar 35% aukningu á milli ára. Hátt olíuverð og hvatar á landsvísu munu hjálpa til við að efla sölu.
Það er mikil samkeppni á rafbílamarkaðnum. Vaxandi fjöldi nýrra aðila, fyrst og fremst frá Kína en einnig frá öðrum markaðssvæðum bjóða nýja rafbíla á viðráðanlegri verðum. Metnaður stóru bílaframleiðandanna á rafbílamarkaði er alltaf að aukast. Allt tengist þetta auknum fjárfestingum og samþættingu við rafhlöðuframleiðslu og öflun hráefna til framleiðslunnar.
Framboð tegunda og gerða rafbíla hefur stóraukist á liðnum árum. Fjöldj mimunandi rafbílagerða fór yfir 500 árið 2022 sem er tvöföldun miðað við árið 2018. Fjöldi rafbílategunda í dag er enn umtalsvert minni en fjöldi brunahreyfils bíla á markaðnum. Framboð á hefðbundnum brunahreyfils tegundum hefur jafnt og þétt dregist saman frá því að það náði hámarki í kringum 2015.
Tesla er stærsti hreini rafbílaframleiðandi í heimi
Tesla er stærsti hreini rafbílaframleiðandi í heimi með yfir 1,3 milljón bíla selda árið 2022. Tesla Model 3 er mest selda rafbílagerðin. Næst þar á eftir kemur BYD sem seldi um 900 þúsund hreina rafbíla 2022. Ef teknir eru saman hreinir rafbílar (BEV) og tengiltvinnbílar (PHEV) þá er BYD með mesta sölu eða hátt í 1,9 milljón bíla selda árið 2022. Í þriðja sæti kemur VW Group og þá GM með dótturfyrirtækinu Wuling.
Framleiðsla BYD á fullknúnum rafbílum hefur aukist jafnt og þétt með ótrúlegum hraða. Framleiðsluaukning fyrirtækisins á raftengdum bílum á árinu 2022 samanborið við 2021 var hvorki meira né minna en 211% samkvæmt tölum frá EV-volumes í Svíþjóð.
BYD er nýr og spennandi valkostur á íslenska rafbílamarkaðnum. Vatt bílaumboð Skeifunni 17 er umboðsaðili hér á landi. Gera má ráð fyrir að BYD muni að óbreyttu ná hylli neytenda hér á landi líkt og á alþjóðlegum rafbílamarkaði. BYD er einnig einn stærsti framleiðandi drifrafhlaðna fyrir rafbíla í heimsmarkaði.