Yfir 13 þúsund pantanir hafa borist í nýja jepplinginn frá Volvo
Volvo bílaverksmiðjurnar hafa ráðist í raðsmíði á nýjum jeppling og er áætlað að fyrstu bílarnir komi á markað fyrir næsta vor. Smíði þessa bíls fer fram í verksmiðju fyrirtækisins í borginni Gent í Belgíu og hafa þegar borist yfir 13 þúsund pantanir í bílinn.
Það verður því mikið álag á starfsmönnum fyrirtækisins og allt verður gert til að anna pöntunum sem hafa farið langt fram úr áætlunum.
Það sem gerir þennan bíl áhugaverðan er að Volvo XC40 er fyrsti bíllinn sem byggður er á CMA-undirvagninum sem er sameiginlegur með Geely og Volvo bílum.
Í verksmiðjunni eru framleiddar fjórar aðrar tegundir Volvo bifreiða en til að anna eftirspurn þurfti að bæta við yfir 300 róbótum við smíði á XC40 bílsins.
Búist er við að Volvo XC40 bíllinn verði kominn til Íslands fyrir næsta sumar en um er að ræða fjórhjóladrifna bifreiðar.
Á myndinni má sjá smíði á bílnum í verksmiðjunni í Gent.