Yfir 144 þús. Chryslerbílar innkallaðir
Rétt fyrir áramótin innkallaði Chrysler rúmlega 144 þúsund bíla í þremur skömmtum.
Stærsti hlutinn eða 65.180 er af gerðinni Dodge Journey árgerð 2009 en ástæðan er gallaðar rafleiðslur í hurðum. Rafleiðslurnar sem eru frá íhlutaframleiðandanum Delphi. Gallarnir í þeim eru sagðar geta haft þau áhrif á skynjara fyrir hliðarloftpúða að þeir virki ekki ef árekstur verður. Ennfremur er kuldi talinn geta haft þau þau áhrif á þessar rafleiðslur að einangrun þeirra bresti eða leiðslurnar hreinlega hrökkvi í sundur.
Dodge Journey. |
Dodge Ram 1500. |
Dodge Ram 4500. |
Einungis 23 kvartanir vegna þessa hafa borist og engin dæmi eru um að slys hafi orðið né brunar sem rekja megi til galla í þessum rafleiðslum að sögn talsmanns Chryslers við fréttamann Reuters. Frumkvæðið að innkölluninni kemur frá fyrirtækinu sjálfu sem tilkynnti um hana til umferðaröryggisstofnunar USA; NHTSA. Hún virðist því vera hluti af gæðaátaki sem Sergio Marchionni forstjóri Fiat/Chrysler boðaði á ofanverðu nýliðnu ári.
Chrysler Innköllunin nær einnig til 56,611 Ram 1500 af árgerð 2011. Þar er ástæðan sú að lega í afturdrifi gæti átt til að þorna og gefa þá frá sér sarg- og ískurhljóð og síðan hugsanlega að yfirhitna og festast.
Loks voru einnig innkallaðir 22,274 Dodge Ram 4500 og 5500 vegna þess að spyrnufóðring vinstra megin gæti slitnað, slag komið í hana sem þá skerðist rásfestan. Talsmaður Chrysler segir að engin dæmi séu heldur um slys eða meiðsli á fólki vegna þessara galla.