14.03.2019
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi Subaru Forester og Impreza XV bifreiðar af árgerðunum 2012 til 2015. Um er að ræða 429 bifreiðar.
13.03.2019
Frá því að fréttaskýringaþátturinn Kveikur upplýsti um umfangsmikil og skipulögð svik bílaleigunnar Procar við sölu notaðra bíla, þar sem kílómetrastaða þeirra var færð niður, hafa þeir sem eiga gamla bíla frá leigunni reynt að sannreyna hvort átt hafi verið við bílana. Fram kom í öðrum fréttaskýringaþætti Kveiks í gærkvöldi um málið að erfitt gæti reynst að fá einhvern botn í málið. Hópur eigenda gamalla Procar-bíla hefur fengið lögmann til að gæta hagsmuna sinna.
12.03.2019
Scania í sameiningu við Nobina, sem er stærsta almenningssamgöngu fyrirtækið á Norðurlöndunum, eru að fara hefja prufuakstur á sjálfkeyrandi strætisvögnum í Stokkhólmi.
12.03.2019
Nýr Kia e-Soul rafbíll var kynntur á alþjóðlegu bílasýningunni í Genf nú í mars. Nýr e-Soul er 100% rafbíll og hefur því engan útblástur. Nýr Kia e-Soul er aflmeiri en forverinn enda með nýjustu gerð af rafhlöðu sem gefur meira afl og endingu.
11.03.2019
Af gefnu tilefni vegna frétta af bruna tveggja rafbíla miðvikudagskvöldið 6. mars á hafnarsvæðinu við Kjalarvog vill BL ehf., helsti innflutnings- og umboðsaðili fyrir rafbíla hér á landi, brýna eftirfarandi fyrir eigendum og notendum rafbíla að standa rétt að hleðslu þeirra.
11.03.2019
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi Subaru Legacy og Outback bifreiðar af árgerðunum 2018. Um er að ræða 37 bifreiðar.
08.03.2019
Meira en helmingur allra bíla er með of lítinn, mikinn eða mismikinn loftþrýsting í dekkjum samkvæmt nýrri könnun sem VÍS gerði á ástandi dekkja um 100 tjónabíla hjá sér. Þetta verður að teljast áhyggjuefni því loftþrýstingur hefur áhrif á stöðugleika, hemlunarvegalengd og þar af leiðandi almennt öryggi ökutækja.
08.03.2019
Nú fara framkvæmdir að hefjast við tvöföldun Reykjanesbrautar (41) frá Kaldárselsvegi vestur fyrir Krýsuvíkurgatnamót. Á opnum íbúafundi um tvöföldun brautarinnar, 13. mars nk., verður farið yfir framkvæmdir á svæðinu lið fyrir lið en framkvæmdirnar munu hafa áhrif á umferð og annað á svæðinu á meðan þær standa yfir. Fundurinn verður haldinn í Hafnarborg kl. 17:30 - 18:30
07.03.2019
Verulega hefur dregið úr sölu á nýjum bílum fyrstu tvo mánuði ársins. Ef salan er borin saman við fyrstu tvo mánuði ársins 2018 nemur samdrátturinn rúmlega 40%. Nýskráðir fólksbílar fyrstu tvo mánuði þessa árs voru 1.647 en voru 2.782 á sama tímabili í fyrra.
07.03.2019
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í febrúar jókst um ríflega sjö prósent sem er mikil aukning í febrúar og mun meiri aukning en að jafnaði í þessum mánuði. Hluti skýringar á mikilli aukningu gæti verið að fyrir ári var mjög lítil aukning í umferðinni í febrúar. Frá áramótum hefur umferðin aukist um 4,3 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.