Fréttir

Skattheimta upp á allt að 60 þúsund milljónir á ekki að fá flýtimeðferð

Ákvörðun sem felur í sér nýja skatt­heimtu upp á allt að 60.000 millj­ónir króna þarf því að vanda gríð­ar­lega. Hún á ekki að fá flýti­með­ferð. Hver er t.d. vilji Íslend­inga í þessu máli? Væri ekki vert að skoða það? Á að leyfa fólki að kjósa um þetta og hvaða rök mæla með því, eða á móti? Flýtum okkur hægt í þessum efnum - rétt eins og í umferð­inni. Þetta er þess sem meðal annars kemur fram í aðsendri grein um fyrirhuguð Veggjöld sem Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, MA í stjórnmálafræði, skrifar og birtist í Kjarnanum um helgina.

Mikil aukning umferðar á Hringvegi

Umferðin á Hringveginum í febrúar jókst um tæp 16 prósent sem er gríðarlega mikil aukning. Hluti skýringar gæti verið að í fyrra dróst umferðin töluvert saman í febrúar. Umferðin á Hringvegi er nokkuð sveiflukennd en fyrstu tvo mánuði ársins nemur aukningin 10,6 prósentum sem er mjög mikið.

Hyundai Ioniq og BMW i3 umhverfisvænstu bílarnir

Á fundi sem Green NCAP, FIA, Alþjóða samtök bifreiðaeigenda, og FIA Region 1 efndu til í Brussel í lok vikunnar voru tilkynntar niðurstöður þar sem bifreiðaeigendur geta séð hvernig þeirra bíll stendur þegar kemur að losun koltvísýrings, C02, og öðru sem snýr að umhverfismálum almennt. Þær upplýsingar hafa aldrei áður legið fyrir með eins skýrum hætti að undangengnum prófunum sem hér um ræðir. Áður nefnd samtök hafa lagt mikla vinnu í þetta verkefni en það er hagsmunamál þeirra að bílar mengi sem minnst umhverfið. Hyundai Ioniq og BMW i3 fengu hæstu einkunn í prófununum, alls fimm stjörnur

Á þriðja hundrað brot voru mynduð á Sæbraut

Á miðvikudag og þriðjudag í þessari viki vaktaði lögreglan umferð sem ekið var austur Sæbraut yfir gatnamótin við Langholtsveg með hraða og rauðaljósamyndavél. En er þar er hámarkshraðinn 60 km.

Brimborg innkallar 155 Ford bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi Ford bifreiðar af árgerðunum 2016 til 2018. Um er að ræða 155 bifreiðar af gerðunum Kuga, Focus, C-MAX, S-MAX, Mondeo, Galacy og Transit Connect.

Krafist verður skaðabóta eða riftunar

Verið er að undirbúa kröfubréf og í öðrum tilvikum riftunarbréf fyrir tuga eigenda bíla sem áður voru í eigu bílaleigunnar Procar, að sögn Páls Bergþórssonar, lögmanns hjá Rétti. Þetta kemur fram á ruv.is. Samhliða kröfubréfunum segir Páll að til standi að kæra Procar til lögreglunnar fyrir auðgunarbrot. Hann segir það klárlega svik þegar kaupendur eru blekktir á þennan hátt. Það hve mikið bíllinn sé ekinn, ráði oft miklu um það hvort fólk ákveði að fjárfesta í honum eða ekki.

Fræðslufundur um rafbíla

Fræðslufundur ON "Ég elska rafbílinn minn" er áhugaverður fyrir alla þá sem vilja vita meira um rafbíla og þróun á þeim markaði. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 5. mars kl. 12:00-13:00, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík.

Klílómetrasvikin: Aðgerðir til að endurheimta traust og bæta tjón

Hvernig er hægt að bregðast við því óöryggi og tjóni sem hefur skapast vegna ólögmætrar sölu bílaleigubíla með falsaðri kílómetrastöðu? Hvernig er hægt að endurheimta traust almennings og vinna að úrbótum til framtíðar? Þetta og fleira til var rætt á fundi sem FÍB, Samtaka ferðaþjónustunnar, Neytendasamtakanna, Bílgreinasambandsins og Samgöngustofu í framhaldi af fréttum um sviksamlegt hátterni Procar bílaleigunnar.

Rúmlega helmingur landsmanna er andvígur innheimtu veggjalda

Rúmlega helmingur landsmanna kveðst andvígur innheimtu veggjalda til að standa straum af rekstri þjóðvega á Íslandi en um þriðjungur er hlynntur. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 18.-28. janúar 2019. Kváðust 34% svarenda mjög andvíg slíkum veggjöldum, 18% frekar andvíg, 21% frekar fylgjandi og 11% mjög fylgjandi. Þá kváðust 17% hvorki fylgjandi né andvíg innheimtu veggjalda. Litlar breytingar voru á afstöðu landsmanna frá könnun MMR sem framkvæmd var í maí 2018.

Bílar sem átt hefur verið við mengunarvarnabúnað í ættu ekki að komast í gegnum skoðun

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, telur að bílar sem átt hefur verið við mengunarvarnabúnað í ættu ekki að komast í gegnum skoðun. Þeir uppfylli í einhverjum tilvikum ekki gerðarviðurkenningu framleiðenda sem séu forsenda skráningar hér. Þá geti aukning á útblæstri orðið til þess að bíllinn sé rangt skráður og lögð á hann röng bifreiðagjöld.