24.04.2019
Bílaumboðið Askja ehf. og Bernhard ehf. hafa undirritað kaupsamning um kaup Öskju á þeim hluta reksturs Bernhard ehf. sem fer með Honda umboðið á Íslandi. Í kaupsamningnum er fyrirvari um samkomulag við Honda Motor Company Ltd. vegna kaupanna og samþykki Samkeppniseftirlitsins.
23.04.2019
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi Toyota og Lexus bifreiðar af árgerð 2019. Um er að ræða 74 Toyota Corolla bifreiðar, 63 Toyota Rav4 Bifreiðar og 2 Lexus UX bifreiðar. Alls eru því 139 bifreiðar í þessari innköllun.
22.04.2019
Bensínverð hefur ekki verið hærra hérlendis frá árinu 2014. Samkeppnin er þó orðin meiri en áður en bílaeigendur geti sparað sér allt að sjötíu þúsund krónur á ári með því að beina viðskiptum að ódýrustu aðilanum. Þetta kemur fram í viðtali við Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, á vefmiðlinum visir.is
20.04.2019
Ný rannsókn meðal framhaldsskólanema sýnir að 14% færri nemendur töluðu í síma án handfrjálsbúnaðar undir stýri árið 2018 en 2016. Í sömu rannsókn kemur fram að 6% færri framhaldsskólanemendur senda eða skrifa skilaboð undir stýri. Aftur á móti senda fleiri nemendur Snapchat skilaboð eða leita að upplýsingum á netinu en fyrir þremur árum.
19.04.2019
Á hverjum degi síðasta árs bárust að meðaltali 33 tilkynningar um ökutækjatjón til VÍS, samtals rúmlega tólf þúsund tjónsatburðir. Tala sem gróflega má margfalda með þremur til að fá út heildarfjölda tjóna sem tilkynnt voru til tryggingafélaganna. Febrúarmánuður var tjónaþyngstur og voru 75 tjón sem komu inn þann dag þegar tilkynningar voru flestar.
17.04.2019
Frá árinu 2008 hafa bílaframleiðendur um allan heim þurft að innkalla bíla vegna gallaðra loftpúða. Þetta er stærsta innköllun á bílum sem nokkurn tímann hefur verið gerð og tekur til tugmilljóna bíla – líka á Íslandi. Þetta kom fram í umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks á ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Það þarf að skipta um 50 milljón Takata-loftpúða í 35 milljón bílum. Búið er að skipta um stóran hluta þeirra, en ekki alla.
16.04.2019
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir Procar- málið afar víðfermt og þeir eru búnir að gangast við því sjálfir að hafa að minnsta kosti átt við 110 bíla. Síðan er þessi óvissa, hversu margir bílar eru hugsanlega þarna til viðbótar. Þessir bílar voru seldir og sumir voru með einhverja tugi þúsund kílómetra minni akstur á mæli þegar þeir voru seldir heldur en raunverulega var búið að aka þeim. Þetta var þess sem meðal annars kom fram í viðtali við Runólf Ólafsson í frétta- og umræðuþættinum 21 á Hringbraut í gærkvöldi.
16.04.2019
Könnun sem Neytendastofa gerði daganna 1.-5. apríl leiddi í ljós að 18 af 33 dekkjaverkstæðum á höfuðborgarsvæðinu voru með verðskrá sýnilega á staðnum. Fjögur verkstæði voru með verðskrá en hún var ekki sýnileg og 11 voru ekki með verðskrá til staðar. Af þeim 17 vefsíðum sem skoðaðar var verðskrá á 9 síðum.
15.04.2019
Á aðalfundi Bílagreinasambandsins sem haldinn var sl. fimmtudag var sérstaklega fjallað um stöðu menntamála í iðngreinum og um bíla- og bílaleigumarkaðinn, auk þess sem Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka hélt gestaerindi um stöðu efnahagsmála. Góð mæting var á fundinn og sköpuðust líflegar umræður meðal félagsmanna sem voru ánægðir með fundinn.
15.04.2019
Martin Winterkorn, fyrrverandi forstjóri þýska bílaframleiðandans, Volkswagen, hefur verið ákærður fyrir þátt sinn í hinu fræga útblásturssvindli sem upplýst varð árið 2015. Það var embætti saksóknara í borginni Braunschweig sem komst að niðurstöðunni.