Fréttir

Nissan dregur saman seglin í Sunderland

Japanski bílaframleiðandinn Nissan hefur ákveðið að framleiðsla á Nissan X-Trail muni flytjast frá bresku borginni Sunderland aftur til heimalandsins. Þessi ákvörðun er að mestu rakin til óvissunnar við úrsögn Breta úr Evrópusambandinu.

Metsala í sölu rafbíla í Noregi í mars

Bílasala í Evrópu virðist vera að rétta úr kútnum eftir að salan dróst saman á seinni helmingi síðasta árs. Það sem vekur hvað mesta athygli er að í Noregi hafa nýskráningar þar í landi aldrei verið fleiri en í mars. Bara í þessum eina mánuði voru skráðir um 11.500 nýir rafbílar sem er um tvöfalt fleiri bílar en í mánuðunum þar á undan. Í tölum sem nú liggja fyrir kemur fram að 57% nýskráðra bíla í mars í Noregi voru rafbílar.

Verkefnum fjölgar með auknum ferðamannastraumi

Stálkrókur á Selfossi hefur umsjón með FÍB aðstoð á svæði þar sem fer um ein mesta umferð á landinu. Stálkrókur hefur annast þessa aðstoð í tæplega 20 ár og segir Axel Gíslason framkvæmdastjóri fyrirtækisins að ýmislegt hafi breyst á þessum tíma. Umferðin hafi aukist gífurlega og bílarnir hafi tekið miklum breytingum og þá sérstaklega hvað öryggi þeirra varðar.

Uppbygging innviða í borginni fyrir rafbílaeigendur

Undirritað hefur verið samkomulag milli Reykjavíkurborgar, Orkuveitu Reykjavíkur og Veitna um stórfellda uppbyggingu innviða í borginni fyrir rafbílaeigendur.Verkefnin, sem byrjað verður á nú í ár og stendur í þrjú ár, felur í sér að komið verður upp hleðslum fyrir rafbíla við 30 starfsstöðvar Reykjavíkurborgar.

Minni símanotkun undir stýri

Í byrjun þessa árs var hrundið af stað fjórðu herferðinni í nafni Höldum fókus átaksins. Tilgangurinn var nú sem fyrr að varpa ljósi á þá miklu hættu sem stafar af notkun snjallsíma á meðan á akstri stendur. Að þessu sinni stóðu að baki herferðinni; Samgöngustofa, Sjóvá og Strætó.

Metár í sölu bíla hjá Skoda

Skoda bílaverksmiðjurnar í Tékklandi geta svo sannarlega glaðst yfir góðum árangri á síðasta ári. Í uppgjöri fyrir 2018 kom í ljós að fyrirtækið selti tæplega 1,3 milljónir bifreiða. Þetta var í fimmta sinn á jafnmörgum árum að Skoda selur yfir milljón bifreiðar á einu ári. Yfir 33 þúsund manns vinna hjá Skoda um allan heim en fyrirtækið hefur framleitt bíla allt frá 1895.

Ný þvottastöð dregur úr svifryksmengun í borginni

Ryk og óhreinindi á götum borgarinnar gera vart við sig öðru hvoru með tilheyrandi mengun á höfuðborgarsvæðinu. Þetta ástand hefur verið vegfarendum mikill vansi og þá sérstaklega astma- og lungnasjúklingum sem í mörgum tilfellum hafa þurft að halda sig innan dyra þegar versta ástandið gengur yfir. Forsvarsmenn um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut, NLSH og Íslenskir Aðalverktakar hf. leggja áherslu á vandaðar umhverfisvarnir í kringum byggingarsvæði nýja Landspítalans við Hringbraut.

Á að heimila gjaldtöku af nagladekkjum á höfuðborgarsvæðinu?

Til lokameðferðar á Alþingi er frumvarp til nýrra umferðarlaga (sjá hér). Þar var í fyrstu drögum gert ráð fyrir heimild til handa sveitarfélögum að leggja á sérstakt gjald fyrir notkun nagladekkja, en í frumvarpinu sem var lagt fyrir Alþingis í haust var ákvæði um þetta ekki lengur inn. Því boðar Samgöngufélagið til fundar þar sem farið verður yfir ýmsar hliðar þessa álitaefnis og sérstaklega horft til höfuðborgarsvæðisins í því sambandi.

Oft hlaðið á óör­ugg­an hátt

Eldur sem upp kom í tveimur rafmagnsbílum og olli því að þeir eru gjörónýtir orsakaðist af því að venjuleg framlengingarsnúra var notuð við hleðslu. Þær þola ekki það mikla álag sem verður þegar bíll er hlaðinn og hitna gríðarlega sem getur endað með að kviknar í. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Vátryggingafélags Íslands.

Umræða um hámarkshraða á þýsku hraðbrautunum

Töluverðar umræður hafa verið um nokkra hríð í Þýskalandi um hámarkshraða á hinum margfrægu þýsku hraðbrautum. Engin hámarkshraði hefur verið fram að þessu á brautunum en markmiðið með lækkum hraða er m.a. að draga úr kolefnismengun. Nefnd, sem þýsk stjórnvöld settu á laggirnar til að koma með tillögur í þessum efnum, leggur til að tekinn verði upp hámarkshraði við misjafna hrifningu meðal þýsks almennings.