07.03.2019
Tveir rafmagnsbílar eru ónýir eftir að eldur kom upp í þeim á athafnasvæði Samskipa í gærkvöldi. Þegar slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kom á staðin var annar bíllinn alelda en eldur hafði læst sig í bíl við hliðina. Báðir bílarnir voru í hleðslu þegar eldurinn kom upp. Um tíma var hætta á að eldurinn bærist í þriðja bílinn og smáhýsi en slökkviliðinu tókst að afstýra því.
06.03.2019
Rafknúni sportjeppinn Jaguar I-Pace hefur verið kjörinn „Bíll ársins í Evrópu 2019“. Tilkynnt var um niðurstöðu 60 manna dómnefndar evrópskra blaðamanna frá 23 löndum við upphaf bílasýningarinnar í Genf sem nú stendur yfir. Alls hefur I-Pace unnið 55 alþjóðaverðlaun frá því að Jaguar kynnti bílinn fyrir aðeins einu ári síðan.
06.03.2019
Borið hefur á innbrotum í bíla víða á höfuðborgarsvæðinu á næturnar að undanförnu. Bílum í langflestum tilfella hafi verið læst kvöldinu áður en það virðist ekki hafa stöðvað innbrotsþjófana við iðju sína. Þjófarnir ollu ekki miklum skemmdum en ljóst er að markmiðið eitt með þessum innbrotum sé að komast yfir verðmæti.
05.03.2019
Styrkur svifryks var hár á höfuðborgarsvæðinu í gær og er varað hefur verið við svifryki næstu daga. Hjá Hreinsitækni fengust þær upplýsingar að stofnbrautir í gegnum borgina hefðu verið sópaðar fyrir Vegagerðinni síðustu daga. Má þar nefna Miklubraut, Kringlumýrarbraut og Reykjanesbraut. Síðan kólnaði nokkuð í veðri sem kom í veg fyrir að verkið klárist að fullu. Rykbinding er hafin á helstu stofnbrautum og verður framhaldið í nótt.
04.03.2019
Ákvörðun sem felur í sér nýja skattheimtu upp á allt að 60.000 milljónir króna þarf því að vanda gríðarlega. Hún á ekki að fá flýtimeðferð. Hver er t.d. vilji Íslendinga í þessu máli? Væri ekki vert að skoða það? Á að leyfa fólki að kjósa um þetta og hvaða rök mæla með því, eða á móti? Flýtum okkur hægt í þessum efnum - rétt eins og í umferðinni. Þetta er þess sem meðal annars kemur fram í aðsendri grein um fyrirhuguð Veggjöld sem Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, MA í stjórnmálafræði, skrifar og birtist í Kjarnanum um helgina.
03.03.2019
Umferðin á Hringveginum í febrúar jókst um tæp 16 prósent sem er gríðarlega mikil aukning. Hluti skýringar gæti verið að í fyrra dróst umferðin töluvert saman í febrúar. Umferðin á Hringvegi er nokkuð sveiflukennd en fyrstu tvo mánuði ársins nemur aukningin 10,6 prósentum sem er mjög mikið.
02.03.2019
Á fundi sem Green NCAP, FIA, Alþjóða samtök bifreiðaeigenda, og FIA Region 1 efndu til í Brussel í lok vikunnar voru tilkynntar niðurstöður þar sem bifreiðaeigendur geta séð hvernig þeirra bíll stendur þegar kemur að losun koltvísýrings, C02, og öðru sem snýr að umhverfismálum almennt. Þær upplýsingar hafa aldrei áður legið fyrir með eins skýrum hætti að undangengnum prófunum sem hér um ræðir. Áður nefnd samtök hafa lagt mikla vinnu í þetta verkefni en það er hagsmunamál þeirra að bílar mengi sem minnst umhverfið. Hyundai Ioniq og BMW i3 fengu hæstu einkunn í prófununum, alls fimm stjörnur
01.03.2019
Á miðvikudag og þriðjudag í þessari viki vaktaði lögreglan umferð sem ekið var austur Sæbraut yfir gatnamótin við Langholtsveg með hraða og rauðaljósamyndavél. En er þar er hámarkshraðinn 60 km.
01.03.2019
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi Ford bifreiðar af árgerðunum 2016 til 2018. Um er að ræða 155 bifreiðar af gerðunum Kuga, Focus, C-MAX, S-MAX, Mondeo, Galacy og Transit Connect.
28.02.2019
Verið er að undirbúa kröfubréf og í öðrum tilvikum riftunarbréf fyrir tuga eigenda bíla sem áður voru í eigu bílaleigunnar Procar, að sögn Páls Bergþórssonar, lögmanns hjá Rétti. Þetta kemur fram á ruv.is. Samhliða kröfubréfunum segir Páll að til standi að kæra Procar til lögreglunnar fyrir auðgunarbrot. Hann segir það klárlega svik þegar kaupendur eru blekktir á þennan hátt. Það hve mikið bíllinn sé ekinn, ráði oft miklu um það hvort fólk ákveði að fjárfesta í honum eða ekki.