12.04.2019
Verðkönnun á þjónustu við dekkjaskipti sýnir mikinn verðmun á milli þjónustu aðila eða frá 69%-160% og nemur minnsti verðmunurinn 4.300 kr. en sá mesti 12.785 kr. Það borgar sig því að gera verðsamanburð áður en haldið er af stað með bílinn í dekkjaskipti. Þetta kemur fram í verðkönnum sem unnin var af Alþýðusambandi Íslands og birt var í dag.
11.04.2019
Procar-svikin, sem ljóstrað var upp um í fréttaskýringaþættinum Kveik á Ríkissjónvarpinu 12. febrúar sl., kalla á viðbrögð og aðgerðir af hálfu stjórnvalda og markaðarins til að auka öryggi og neytendavernd í bílaviðskiptum og endurheimta traust á markaði með notuð ökutæki. Það þarf að vinna að úrbótum til framtíðar og halda opinbera skrá um þau ökutæki sem átt hefur verið við með sviksamlegum hætti. Með þessum orðum hefst pistill Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðeigenda, sem birtist í FÍB-blaðinu sem var að koma út.
11.04.2019
Vaka hefur tekið í notkun nýjan dráttarbíl af gerðinni Dodge Ram en bíllinn var sérsmíðaður í Bandaríkjunum. Dráttarbíllinn hefur reynst mjög vel í alla staði og er kærkominn viðbót í endurnýjun á bílaflota fyrirtækisins. Vaka og FÍB hafa átt samstarf á annan áratug en Vaka veitir félagsmönnum í FÍB þjónustu þegar eftir því er óskað allan sólarhringinn.
11.04.2019
Sala á rafbílum í Danmörku vex jafnt og þétt en sölutölur fyrir fyrstu þrjá mánuði segja að Danir líta á rafbílinn sem álitlegri kost en áður. Sala á rafbílum í Danmörku hefur aldrei verið meiri en í nýliðnum marsmánuði. Þá seldust hátt í sex hundruð bílar og helmingur þeirra var af gerðinni Tesla Model 3.
10.04.2019
Japanski bílaframleiðandinn Nissan hefur ákveðið að framleiðsla á Nissan X-Trail muni flytjast frá bresku borginni Sunderland aftur til heimalandsins. Þessi ákvörðun er að mestu rakin til óvissunnar við úrsögn Breta úr Evrópusambandinu.
09.04.2019
Bílasala í Evrópu virðist vera að rétta úr kútnum eftir að salan dróst saman á seinni helmingi síðasta árs. Það sem vekur hvað mesta athygli er að í Noregi hafa nýskráningar þar í landi aldrei verið fleiri en í mars. Bara í þessum eina mánuði voru skráðir um 11.500 nýir rafbílar sem er um tvöfalt fleiri bílar en í mánuðunum þar á undan. Í tölum sem nú liggja fyrir kemur fram að 57% nýskráðra bíla í mars í Noregi voru rafbílar.
08.04.2019
Stálkrókur á Selfossi hefur umsjón með FÍB aðstoð á svæði þar sem fer um ein mesta umferð á landinu. Stálkrókur hefur annast þessa aðstoð í tæplega 20 ár og segir Axel Gíslason framkvæmdastjóri fyrirtækisins að ýmislegt hafi breyst á þessum tíma. Umferðin hafi aukist gífurlega og bílarnir hafi tekið miklum breytingum og þá sérstaklega hvað öryggi þeirra varðar.
05.04.2019
Undirritað hefur verið samkomulag milli Reykjavíkurborgar, Orkuveitu Reykjavíkur og Veitna um stórfellda uppbyggingu innviða í borginni fyrir rafbílaeigendur.Verkefnin, sem byrjað verður á nú í ár og stendur í þrjú ár, felur í sér að komið verður upp hleðslum fyrir rafbíla við 30 starfsstöðvar Reykjavíkurborgar.
04.04.2019
Í byrjun þessa árs var hrundið af stað fjórðu herferðinni í nafni Höldum fókus átaksins. Tilgangurinn var nú sem fyrr að varpa ljósi á þá miklu hættu sem stafar af notkun snjallsíma á meðan á akstri stendur. Að þessu sinni stóðu að baki herferðinni; Samgöngustofa, Sjóvá og Strætó.
03.04.2019
Skoda bílaverksmiðjurnar í Tékklandi geta svo sannarlega glaðst yfir góðum árangri á síðasta ári. Í uppgjöri fyrir 2018 kom í ljós að fyrirtækið selti tæplega 1,3 milljónir bifreiða. Þetta var í fimmta sinn á jafnmörgum árum að Skoda selur yfir milljón bifreiðar á einu ári. Yfir 33 þúsund manns vinna hjá Skoda um allan heim en fyrirtækið hefur framleitt bíla allt frá 1895.