01.04.2019
Vinsælasti rafbíllinn á Vesturlöndum, Nissan Leaf, hefur verið kjörinn Bíll ársins 2019 á Kanaríeyjum, þar sem íbúar eru rúmar tvær milljónir. Nissan er eina merkið sem unnið hefur titilinn fjórum sinnum á eyjaklasanum. Áður voru það Juke 2011, Pulsar 2014, Micra 2017 og nú LEAF 2019, sem er jafnframt fyrsti rafbíllinn sem Kanaríeyjabúar afhenda titilinn.
Við val á bíl ársins eru lögð saman gefin stig í átta f
29.03.2019
Eins og kunnugt er tók ný reglugerð um sektir og önnur viðurlög fyrir umferðarlagabrot gildi 1. maí fyrir tæpu ári síðan. Fram að því höfðu sektir fyrir umferðarlagabrot verið óbreyttar í rúm tíu ár. Mörgum fannst þær of lágar og hafa lítinn fælingarmátt. Sektir við umferðarlagabrotum eru til þess fallnar að veita ökumönnum aukið aðhald og stuðla þannig um leið að auknu umferðaröryggi.
29.03.2019
Kia vann til þrennra Red Dot hönnunarverðlauna á dögunum fyrir hina nýju Ceed línu sína. Kia Ceed í 5 dyra hlaðbaksútgáfu, Ceed Sportswagon og ProCeed fengu allir verðlaun hjá Red Dot en verðlaunin eru ein þau eftirsóttustu í hönnunarheiminum.
28.03.2019
Til að stemma stigu við aukna mengun í mörgum stórborgum Evrópa hefur verið gripið til margs konar ráða. Ein þeirra er að útiloka gamlar bifreiðar sem menga meira en eðlilegt getur talist frá svæðum í og við miðborgir . Borgaryfirvöld í París, London og Stokkhólmi tóku ákvörðun um þetta fyrir tveimur árum og er árangurinn þegar farinn að koma í ljós. Nú hafa borgaryfirvöld í Madríd ákveðið að grípa til sömu aðgerða til að sporna við aukinni mengun sem er töluverð nú þegar.
28.03.2019
Aðalfundur Bílgreinasambandsins verður haldinn í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, fimmtudaginn 11. apríl nk. og hefst kl. 15.00. Fundarsalur: Hylur, 1. hæð.
27.03.2019
Flest slys og óhöpp verða á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Þar á eftir eru annars vegar tvö önnur stór gatnamót við Miklubraut (Háaleitisbraut og Grensásvegur) og hins vegar þrjú gatnamót eða hringtorg í Hafnarfirði; Hringtorg Flatahraun / Fjarðarhraun / Bæjarhraun, hringtorg Reykjanesbraut / Lækjargata og gatnamót við Kaplakrika (Reykjanesbraut / Fjarðarhraun). Þetta kemur fram í skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi árið 2018.
27.03.2019
Reglugerð sem lítur að hraðakstri í Evrópu mun koma til framkvæmda 2022. Evrópusambandið komst að þessari niðurstöðu á fundi sínum í vikunni. Málið hefur verið lengi til umræðu í Brussel en skiptar skoðanir hafa verið um þetta mál í samgöngudeild bandalagsins.Allir bílar sem koma á götuna frá 2022 verða útbúnir ákveðnum tæknibúnaði sem koma á í veg fyrir hraðakstur. Um bráðabirgðareglugerð er að ræða til 2024.
26.03.2019
Sala á rafbílum gengur hvergi betur en í Noregi og slagar fjöldi þeirra nú hátt í 150 þúsund talsins. Fyrsti Nissan Leaf kom á götuna í Noregi 2011 og hefur síðan notið mikilla vinsælda. Undir lok síðasta árs náði Nissan þar merkum áfanga en nú hafa fimmtíu þúsund Nissan Leaf verið seldir þar í landi, þar af yfir 15 þúsund á síðasta ári. Langflestir Nissan Leaf bílar seldust í mars það ár, hátt á þriðja þúsund.
25.03.2019
Árið 2018 var að mörgu leyti gott ár í umferðinni á Íslandi. Flestir mælikvarðar batna frá árinu áður sem aftur var að mestu leyti betra en árið 2016. Árið 2016 var hins vegar sérstaklega slæmt ár í umferðinni og samanburður við árin þar á undan er ekki sérlega hagstæður fyrir árið 2018. Fjöldi látinna árið 2018 var 18 manns og eru nú komin fjögur ár í röð þar sem fjöldi látinna er 16-18 en árin þar á undan var fjöldi látinna iðulega minni. Þetta kemur fram í skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi 2018.
22.03.2019
Bílgreinasambandið (BGS) á og rekur vefsíðuna www.raunverd.is, en hún veitir almenningi aðgang að upplýsingum úr annars vegar gagnagrunni BGS yfir raunskráningar á söluverðum notaðra bifreiða og hins vegar að upplýsingum úr ökutækjaskrá.