21.03.2019
Eins og flestir hafa reynt eru töluverðar fjárhæðir í húfi þegar þegar ákvörðun hefur verið tekin um kaup á nýjum bíl. Í þessum viðskiptum er mikilvægt að vanda bæði valið og reyna að komast að samkomulagi um sem best kjör. Ef kaupandinn tekur sér góðan tíma og skoðar þá möguleika sem í boði eru er oft hægt að fá afslátt eða kaupauka.
19.03.2019
Í aðsendri grein um umferðarskipulag, borgarlínu og alþjóðlegar fyrirmyndir sem birtist Kjarnanum segir Þórarinn Hjaltason, umhverfisverkfræðingur, að í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins sé gert ráð fyrir allt of dýru hraðvagnakerfi (Borgarlínan). Áróður fyrir Borgarlínunni hefur gengið út í hreinar öfgar. Í stjórnmálum eru þekkt ýmis áróðursbrögð, s.s. takmarkaðar upplýsingar, hálfsannleikur, villandi upplýsingar eða jafnvel hreinar rangfærslur.
18.03.2019
Rafbílar eru í æ meira mæli að ryðja sér til rúms og leggja bílaframleiðendur allt í sölurnar í framleiðslu á þeim á næstu árum. Volkswagen hefur verið ábarendi á þessum markaði á síðustu árum og í yfirlýsingu frá þeim á dögunum ætla Þjóðverjarnir ekkert að gefa eftir á þessu sviði. Öðru nær því þýski bílaframleiðandinn er stórhuga í áætlunum sínum að auk framleiðsluna til muna.
18.03.2019
Á bílasýningunni í Genf í Sviss á dögunum kynnti Nissan m.a. hugmynd sína um nýjan, aldrifinn og rafknúinn jeppling, IMQ sem búinn verður nýrri útfærslu á tvinntækni. Tæknina kallar Nissan „e-Power“ sem fyrirtækið áætlar að innleiða á Evrópumarkað árið 2022.
15.03.2019
Forsvarsmenn japanska bílaframleiðandans Nissan Leaf geta kæst yfir framgangi þessa rafbíls á heimsvísu. Á dögunum var upplýst að yfir fjögur hundruð þúsund eintök af þessari gerð hefðu selst í heiminum. Nissan Leaf er seldur í yfir 50 ríkjum en hann kom fyrst á markað 2010.
14.03.2019
Franski bílaframleiðandinn Peugeot tilkynnti á bílasýningunni í Genf áform fyrirtækisins að fara með Peugeot bílinn inn á markað í Bandaríkjunum á nýjan leik. Þetta þykja merk tíðindi því bílar franska framleiðandans hafa ekki fengist þar vestra í 28 ár.
14.03.2019
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi Subaru Forester og Impreza XV bifreiðar af árgerðunum 2012 til 2015. Um er að ræða 429 bifreiðar.
13.03.2019
Frá því að fréttaskýringaþátturinn Kveikur upplýsti um umfangsmikil og skipulögð svik bílaleigunnar Procar við sölu notaðra bíla, þar sem kílómetrastaða þeirra var færð niður, hafa þeir sem eiga gamla bíla frá leigunni reynt að sannreyna hvort átt hafi verið við bílana. Fram kom í öðrum fréttaskýringaþætti Kveiks í gærkvöldi um málið að erfitt gæti reynst að fá einhvern botn í málið. Hópur eigenda gamalla Procar-bíla hefur fengið lögmann til að gæta hagsmuna sinna.
12.03.2019
Scania í sameiningu við Nobina, sem er stærsta almenningssamgöngu fyrirtækið á Norðurlöndunum, eru að fara hefja prufuakstur á sjálfkeyrandi strætisvögnum í Stokkhólmi.
12.03.2019
Nýr Kia e-Soul rafbíll var kynntur á alþjóðlegu bílasýningunni í Genf nú í mars. Nýr e-Soul er 100% rafbíll og hefur því engan útblástur. Nýr Kia e-Soul er aflmeiri en forverinn enda með nýjustu gerð af rafhlöðu sem gefur meira afl og endingu.