02.04.2019
Ryk og óhreinindi á götum borgarinnar gera vart við sig öðru hvoru með tilheyrandi mengun á höfuðborgarsvæðinu. Þetta ástand hefur verið vegfarendum mikill vansi og þá sérstaklega astma- og lungnasjúklingum sem í mörgum tilfellum hafa þurft að halda sig innan dyra þegar versta ástandið gengur yfir. Forsvarsmenn um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut, NLSH og Íslenskir Aðalverktakar hf. leggja áherslu á vandaðar umhverfisvarnir í kringum byggingarsvæði nýja Landspítalans við Hringbraut.
02.04.2019
Til lokameðferðar á Alþingi er frumvarp til nýrra umferðarlaga (sjá hér). Þar var í fyrstu drögum gert ráð fyrir heimild til handa sveitarfélögum að leggja á sérstakt gjald fyrir notkun nagladekkja, en í frumvarpinu sem var lagt fyrir Alþingis í haust var ákvæði um þetta ekki lengur inn. Því boðar Samgöngufélagið til fundar þar sem farið verður yfir ýmsar hliðar þessa álitaefnis og sérstaklega horft til höfuðborgarsvæðisins í því sambandi.
01.04.2019
Eldur sem upp kom í tveimur rafmagnsbílum og olli því að þeir eru gjörónýtir orsakaðist af því að venjuleg framlengingarsnúra var notuð við hleðslu. Þær þola ekki það mikla álag sem verður þegar bíll er hlaðinn og hitna gríðarlega sem getur endað með að kviknar í. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Vátryggingafélags Íslands.
01.04.2019
Töluverðar umræður hafa verið um nokkra hríð í Þýskalandi um hámarkshraða á hinum margfrægu þýsku hraðbrautum. Engin hámarkshraði hefur verið fram að þessu á brautunum en markmiðið með lækkum hraða er m.a. að draga úr kolefnismengun. Nefnd, sem þýsk stjórnvöld settu á laggirnar til að koma með tillögur í þessum efnum, leggur til að tekinn verði upp hámarkshraði við misjafna hrifningu meðal þýsks almennings.
01.04.2019
Vinsælasti rafbíllinn á Vesturlöndum, Nissan Leaf, hefur verið kjörinn Bíll ársins 2019 á Kanaríeyjum, þar sem íbúar eru rúmar tvær milljónir. Nissan er eina merkið sem unnið hefur titilinn fjórum sinnum á eyjaklasanum. Áður voru það Juke 2011, Pulsar 2014, Micra 2017 og nú LEAF 2019, sem er jafnframt fyrsti rafbíllinn sem Kanaríeyjabúar afhenda titilinn.
Við val á bíl ársins eru lögð saman gefin stig í átta f
29.03.2019
Eins og kunnugt er tók ný reglugerð um sektir og önnur viðurlög fyrir umferðarlagabrot gildi 1. maí fyrir tæpu ári síðan. Fram að því höfðu sektir fyrir umferðarlagabrot verið óbreyttar í rúm tíu ár. Mörgum fannst þær of lágar og hafa lítinn fælingarmátt. Sektir við umferðarlagabrotum eru til þess fallnar að veita ökumönnum aukið aðhald og stuðla þannig um leið að auknu umferðaröryggi.
29.03.2019
Kia vann til þrennra Red Dot hönnunarverðlauna á dögunum fyrir hina nýju Ceed línu sína. Kia Ceed í 5 dyra hlaðbaksútgáfu, Ceed Sportswagon og ProCeed fengu allir verðlaun hjá Red Dot en verðlaunin eru ein þau eftirsóttustu í hönnunarheiminum.
28.03.2019
Til að stemma stigu við aukna mengun í mörgum stórborgum Evrópa hefur verið gripið til margs konar ráða. Ein þeirra er að útiloka gamlar bifreiðar sem menga meira en eðlilegt getur talist frá svæðum í og við miðborgir . Borgaryfirvöld í París, London og Stokkhólmi tóku ákvörðun um þetta fyrir tveimur árum og er árangurinn þegar farinn að koma í ljós. Nú hafa borgaryfirvöld í Madríd ákveðið að grípa til sömu aðgerða til að sporna við aukinni mengun sem er töluverð nú þegar.
28.03.2019
Aðalfundur Bílgreinasambandsins verður haldinn í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, fimmtudaginn 11. apríl nk. og hefst kl. 15.00. Fundarsalur: Hylur, 1. hæð.
27.03.2019
Flest slys og óhöpp verða á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Þar á eftir eru annars vegar tvö önnur stór gatnamót við Miklubraut (Háaleitisbraut og Grensásvegur) og hins vegar þrjú gatnamót eða hringtorg í Hafnarfirði; Hringtorg Flatahraun / Fjarðarhraun / Bæjarhraun, hringtorg Reykjanesbraut / Lækjargata og gatnamót við Kaplakrika (Reykjanesbraut / Fjarðarhraun). Þetta kemur fram í skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi árið 2018.