23.05.2016
Þýsk yfirvöld hafa undanfarið boðað bílaframleiðendur til fundar við sig um útblástur og eyðslu bíla í kjölfar niðurstaðna rannsókna sem hafa sýnt að bæði mengunar-og eyðslutölur sem liggja til grundvallar gerðarviðurkenningu mikils fjölda bíla eru of lágar og þar með rangar.
19.05.2016
Volvo kynnti í gær í höfuðstövum sínum í Gautaborg frumgerðir tveggja nýrra bíla. Báðir verða þeir af svonefndri 40-línu Volvo og hvað stærðina varðar eru þeir af minni meðalstærð svonefndra Premium-bíla.
19.05.2016
Bíla- og tækniblaðamaður að nafni Ashlee Vance hefur gefið út bók um þekktasta frumkvöðul heims þessi árin, Elon Musk, eiganda Tesla Motors og SpaceX geimferðafyrirtækisins. Lítið sem ekkert er fjallað um Tesla rafbíla og geimför en þess meira um persónu frumkvöðulsins, kosti hans og líka skuggahliðarnar.
18.05.2016
Alþjóðadeild Euro NCAP stofnunarinnar; Global NCAP,.hefur árekstrarprófað nýja bíla sem ætlaðir eru indverskum bílamarkaði. Útkoman er einfaldlega hræðileg. Staðalútgáfur allra nýju bílanna hlutu enga einustu stjörnu.
17.05.2016
Volvo varð lang fyrstur bílaframleiðenda til þess að huga að öryggi barna í bílunum og hefja öryggisprófanir á barnabílstólum. Þetta var árið 1960. Nú 56 árum síðar er Volvo að setja á markað þrjár alveg nýjar gerðir barnabílstóla. Við gerð þeirra var hugað sérstaklega að hönnuninni og að þeir væru tæknilega þaulhugsaðir og sem allra þægilegastir.
12.05.2016
Franska bílasamsteypan PSA (Peugeot-Citroen-DS) og samstarfsaðili þeirra í Kína; Dongfeng, vinna sameiginlega að hönnun, þróun og framleiðslu margra gerða og stærða rafmagnsbíla. Fyrsti sameiginlegi rafbíllinn er væntanlegur á markað 2019.
12.05.2016
Stjórn Nissan Motor Co hefur samþykkt að kaupa 34 prósenta hlut í Mitsubishi Motors Corp fyrir 2,2 milljarða dollara. Með þessu fær Nissan ráðandi stöðu í Mitsubishi. Reuters fréttastofan greinir frá þessu.
10.05.2016
Hið háleita meginmarkmið MaaS er að færa almenningi áður óþekkt frelsi til hreyfanleika (Mobility) hvenær sólarhringsins sem er og á þann hátt sem best hentar hverju sinni. Ekki aðeins á MaaS að skila meðlimum sínum frá einum stað til annars heldur líka stórbæta samgöngumöguleika og hreyfanleika þeirra og stytta ferðatíma verulega, óháð því hvaða samgöngutæki þeir hafa reitt sig mest á hingað til.
09.05.2016
Skoda í Tékklandi hefur tilkynnt að með haustinu sé væntanlegur nýr stór fjórhjóladrifinn Skoda jeppi. Reikna má með að þessi nýi bíll verði fáanlegur á Íslandi á fyrri helmingi næsta árs.
02.05.2016
Þýska ríkið ætlar að setja milljarð evra eða 141 milljarð ísl. kr. í það að fjölga rafbílum í þessu mikla bílaríki. Af þessum 141 milljarði verður kaupendum nýrra rafbíla greidd meðgjöf sem nemur um 563 þús. ísl. kr. upp í kaupverðið. Með sama hætti fá kaupendur tengiltvinnbíla 422 þús. kr. styrk.